Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Hælavíkurbjarg

Hælavíkurbjarg

Hælavíkurbjarg (258m) er fuglabjarg á milli Hælavíkur og Hornvíkur. Það var nefnt eftir stökum í sjó framan bjargsins. Undir bjarginu er svokölluð Heljarurð, þar sem 18 Englendingar eru sagðir grafnir undir skriðunni. Þeir stálust þangað til eggja- og fuglatekju og fórust vegna galdra Halls á Horni. Innst í bjarginu er Hvannadalur og utan hans er Hvannadalabjarg. Utan þess eru tröllahlöðin Langikambur, Fjöl og yzt Súlnastapi í sjó.

Hælavík er vestan bjargsins og handan hennar er Skálakambur. Hún er að mestu hömrum girt og lítið undirlendi. Þar var búið fram undir miðja 20. öldina. Samkvæmt annálum gekk ísbjörn þar á land árið 1321 og reif í sig 8 manns.

 Hinn 2. maí 2011, kl. 09:00 tilkynnti skipstjóri hrognkelsabáts um ísbjörn, sem hvarf í þoku uppi í hlíðum Hælavíkur. Ekki var vitað um ferðamenn á svæðinu, en komið var í veg fyrir fyrirhugaða ferð þennan daginn. Viðbragðsáætlun var strax virkjuð og dýrið, sem hafði skokkað alla leið til Rekavíkur, var skotið samdægurs úr þyrlu landhelgisgæzlunnar. Þetta var líklega fjögurra ára birna, sem vóg um 150 kíló.

Myndasafn

Í grennd

Furufjörður
Furufjörður er stuttur og breiður fyrir opnu hafi á mörkum Stranda og Hornstranda. Vesturströnd hans   er innan Hornstrandsfriðlands og fjallið Ernir …
Grunnavík
Grunnavík er yzt í Jökulfjörðum sunnanverðum milli Staðarhlíðar og Vébjarnarnúps. Efst er Staðarhlíð þverhnípt og skriðurunnin niður að sjó. Maríuhorn…
Hornbjarg
Hornbjarg er hrikalegt standberg austast á Hornströndum, eitt mesta fuglabjarg landsins. Hæstur tinda þar er Kálfatindur (534m). Jörundur (423m) er no…
Leirufjörður
Leirufjörður er minnstur og syðstur Jökulfjarða. Hann er smám saman að fyllast af framburði frá Drangajökli. Höfuðbólið Dynjandi stóð vestan fjarðar o…
Lónafjörður
Lónafjörður á milli Hrafnsfjarðar og Veiðileysufjarðar og Lónanúps og Múla. Hann er þröngur og sólin bræðir vetrarsnjóinn ekki fyrr en komið er vel fr…
Rekavíkurvatn
 Rekavíkurvatn er í Sléttuhreppi í N.-Ísafjarðarsýslu. Það er 1,6 km², nokkuð djúpt og í 1 m hæð yfir sjó. Við suðausturenda þess er Hálsavatn og Skam…
Reykjarfjörður Nyrðri
Reykjarfjörður á milli Geirólfsgnúps og Þaralátursness er breiður og stuttur. Hann fór endanlega í eyði 1959 en húsunum, sem standa í tveimur þyrpingu…
Smiðjuvík
Smiðjuvík er milli Smiðjuvíkurbjarga að norðvestan og Barðs að suðaustan. Nafn hennar er dregið af sögnum um smiðju Barða landnámsmanns í Barðsvík. Up…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )