Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Rekavíkurvatn

Fljótavík

 Rekavíkurvatn er í Sléttuhreppi í N.-Ísafjarðarsýslu. Það er 1,6 km², nokkuð djúpt og í 1 m hæð yfir sjó. Við suðausturenda þess er Hálsavatn og Skammá á milli. Best er að komast að vatninu frá sjó að Látrum, sem eru í eyði. Vegur liggur þaðan yfir hálsinn til Rekavíkur, en honum hefur ekki verið haldið við í lengri tíma. Þriggja stundarfjórðunga gangur er þessa leið. Í vatninu er ½-4 punda bleikja og sjávarfiskar, þyrsklingur, ýsa og síld. Ágæt veiði er líka í Hálsavatni. Fjöldi stanga er ekki takmarkaður.

 

 

Myndasafn

Í grennd

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )