Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Gunnuhver

Gunnuhver
Mynd: Cassie Boca

Hverasvæði á Reykjanesi
Rétt austan við Reykjanesvita er mikið jarðhitasvæði, eitt af mörgum á Reykjanesi.
Gunnuhver er  Gunnuhverhverinn þar en hann mun draga nafn sitt af Guðrúnu nokkurri sem gekk aftur og olli miklum usla á svæðinu þar til að Eiríkur Magnússon, prestur í Vogsósum, tókst að koma draugnum fyrir með því að senda hann í hverinn.

Á árinu 2006 hljóp mikill hamagangur í svæðið sem stækkaði mikið og eyðilagði akveg og göngupalla. Í lok júní 2010 voru nýjir göngupallar og útsýnispallar, þar sem er aðgengi fyrir alla, teknir í notkun. Leir þeytist marga metra í loft upp úr sjóðandi hver og mikil gufa stígur einnig upp úr hvernum.

 

Myndasafn

Í grennd

Brúin milli Heimsálfanna
Samkvæmt jarðfræðikenningum reka Norður-Ameríku og Evrasíuflekarnir hvor frá öðrum á Reykjanesi og annars staðar í rekbeltinu. Plötuskilin afmarkast a…
Eldgos í Geldingadölum
Eldgos við Fagradalsfjall Að kveldi 19.mars 2021 um kl 20:45 hófst síðan eldgos rétt austan við Fagradalsfjall í Geldingardölum. Gosið var talið líti…
Grindavík Ferðast og Fræðast
Grindavík á Reykjanesi Grindavík var öflugasti útgerðarstaður landsins fyrir gosið á Reykjanesi . Þar var mikil gróska í útgerð og fiskvinnslu sem ve…
Reykjanes, ferðast og fræðast
Reykjanes er yzti hluti Suðurnesja. Þar eru mikil ummerki eldvirkni og vart sést þar stingandi strá. Mest ber á dyngjum, s.s. Háleyjarbungu og Skálafe…
Sögustaðir Reykjanesi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Almenningur Reykjanes Básendar Brennisteinsfjöll Brúin Milli Heimsálfanna Eldborg…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )