Gönguleið milli Skóga og Þórsmerkur
Leiðin yfir Fimmvörðuháls frá Þórsmörk, Skagfjörðsskála í Langadal, Húsadal og frá skála Útivistar í yfir Fimmvörðuháls til Skóga er 22-24 km. [frá Básum) Uppi á hálsinum er nýlegur skáli Útivistar og Baldvinsskáli Ferðafélags Íslands aðeins sunnar, þannig að hægt er að skipta göngunni milli tveggja daga, 5 klst. hvorn dag. Leiðin er vel stikuð, en bæði slóð og stikur hverfa í snjó efst. Nauðsynlegt er að vera vel búinn, því allra veðra er von. Árið 1970 urðu illa búnir göngumenn úti á hálsinum.
Básar-Skagfjörðsskáli 3,3 km.