Vegalengdir: Snæfell – Geithellnar um Geithellnadal = u.þ.b. 100 km; Snæfell – Þórisdalur um Kjarrdalsheiði= u.þ.b. 80 km.
Gönguleiðin frá Snæfelli yfir Eyjabakkajökul og um Lónsöræfi er rómuð vegna margbreytileika og fegurðar og á leiðinni hafa nýlega verið reistir skálar, sem gera dagleiðir þægilegar.
Fyrsta dagleiðin frá Snæfelli í skála við Geldingafell er þó alllöng, 32 km, og þar af 5 km yfir sport Eyjabakkajökuls. Bezt er fyrir byrðum hlaðið göngufólk að fá bílfar inn að jökulrönd til að stytta dagleiðina.
Næsta dagleiðin liggur til skála (Egilssel) við Kollumúlavatn, u.þ.b. 15 km löng yfir grýttar og ávalar hæðir.
Þriðji áfanginn nær til Múlaskála, 8 km. Lækkunin er 700 m á þægilegri 3-4 klst. leið. Þetta er svæðið, sem oftast er kallað Lónsöræfi, litskrúðugt og ógnvekjandi í senn.
Tilvalið er að gista tvær nætur í skálanum í Nesi og kynnast umhverfinu nánar.
Síðan er hægt að ganga í Víðidal og tjalda þar til einnar nætur á leið niður Geithellnadal.
Nánari upplýsingar má m.a. finna í kveri Páls Ásgeirs Ásgeirssonar, „Gönguleiðir, Snæfell – Lónsöræfi“.
Skálar:
Snæfellsskáli
Geldingafell
Egilssel
Snæfell