Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Gönguleið Snæfell – Lónsöræfi

Eyjabakkajökull

Vegalengdir: Snæfell – Geithellnar um Geithellnadal = u.þ.b. 100 km; Snæfell – Þórisdalur um     Kjarrdalsheiði= u.þ.b. 80 km.

Gönguleiðin frá Snæfelli yfir Eyjabakkajökul og um Lónsöræfi er rómuð vegna margbreytileika og fegurðar og á leiðinni hafa nýlega verið reistir skálar, sem gera dagleiðir þægilegar.

Fyrsta dagleiðin frá Snæfelli í skála við Geldingafell er þó alllöng, 32 km, og þar af 5 km yfir sport Eyjabakkajökuls. Bezt er fyrir byrðum hlaðið göngufólk að fá bílfar inn að jökulrönd til að stytta dagleiðina.

Næsta dagleiðin liggur til skála (Egilssel) við Kollumúlavatn, u.þ.b. 15 km löng yfir grýttar og ávalar hæðir.

Þriðji áfanginn nær til Múlaskála, 8 km. Lækkunin er 700 m á þægilegri 3-4 klst. leið. Þetta er svæðið, sem oftast er kallað Lónsöræfi, litskrúðugt og ógnvekjandi í senn.
Tilvalið er að gista tvær nætur í skálanum í Nesi og kynnast umhverfinu nánar.
Síðan er hægt að ganga í Víðidal og tjalda þar til einnar nætur á leið niður Geithellnadal.

Nánari upplýsingar má m.a. finna í kveri Páls Ásgeirs Ásgeirssonar, „Gönguleiðir, Snæfell – Lónsöræfi“.

Skálar:
Snæfellsskáli
Geldingafell
Egilssel
Snæfell

Gaumlisti Fyrir Göngufólk

Myndasafn

Í grennd

Austurland, ferðast og fræðast
Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá Jökulsárlóni að Bakkafirði. Þéttbýlis- og merkisstaða og afþreyingar innan svæðisins er sérstaklega getið neðan v…
Eyjabakkar
Eyjabakkar eru mýrlent landsvæði upp af Fljótsdal framan við jökulsporð Eyjabakkajökuls. Þar er   talið að u.þ.b. 7000 pör heiðagæsa verpi ár hvert. L…
Landsvirkjun Ferðast og fræðast
Landsvirkjun ferðamennska og ferðaþjónusta. Ferðalög á miðhálendinu voru tíð á söguöld en síðan fór að draga úr þeim, þegar hjátrú magnaðist, og leng…
Lónsöræfi
Öræfin eru austan Vatnajökuls og upp af Lóni bera þetta nafn. Þau ná frá Skyndidal í suðri að   Geldingafelli í norðri og Hofsjökli og Jökulgisltindi …
Snæfell
Snæfell er hæsta staka fjall landsins, 1833 m yfir sjó. Það sést víða að og útsýnið af tindi þess er geysivítt á góðum degi. Það er nokkuð keilulaga, …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )