Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Fnjóskadalur

Fnjóskadalur (stundum kallaður Hnjóskadalur áður fyrr) er mikill dalur í Suður-Þingeyjarsýslu. Hann dregur nafn af svokölluðum „fnjóskum“, sem eru „þurrir og feysknir trjábútar.

Dragáin Fnjóská rennur eftir honum. Í suðri endar hann í þrem eyðidölum, Bleiksmýrardal, Hjaltadal og Timburvalladal, en nyrst sveigir dalurinn til vesturs og heitir þar Dalsmynni. Um það rennur Fnjóská til sjávar í Eyjafirði. Norður af dalnum er Flateyjardalsheiði og norðan við hana Flateyjardalur. Vestan dalsins er Vaðlaheiði og vestan hennar er Svalbarðsströnd. Austan dalsins eru einnig fjöll, að norðan milli hans og Köldukinnar og að sunnan milli Fnjóskadals og Bárðardals. Þar á milli er Ljósavatnsskarð.

Hringvegurinn liggur um Fnjóskadal og til vesturs til Svalbarðsstrandar um Víkurskarð, nokkru sunnan við Dalsmynni, en til austurs um Ljósavatnsskarð til Bárðardals. Áður lá vegurinn til Eyjafjarðar upp úr dalnum á móts við Ljósavatnsskarð yfir Vaðlaheiði, en nú hafa verið gerð jarðgöng undir heiðina, Vaðlaheiðargöng.

Myndasafn

Í grennd

Dalsmynni
Dalsmynni er dalur á Norðurlandi sem tengir Eyjafjörð við Fnjóskadal. Dalsmynni er norðvestan hans og rennur Fnjóská þar í gegn til sjávar. Snjóflóð e…
Eyjarfjarðará
Eyjarfjarðará rennur norður eftir Eyjafjarðardal, Upptökin eru suður í botni dalsins, og koma þar saman   margir lækir úr fjöllunum í kring og bera su…
Flateyjardalur
Leiðin í Flateyjardal liggur um allt að 220 m háa Flateyjardalsheiði frá norðanverðum Fnjóskadal. Þessi   leið er einungis jeppafær að sumarlagi. Nokk…
Fnjóská
Fnjóská er vatnsmikil bergvatnsá sem fellur í suðaustanverðan Eyjafjörð. Hún er veidd með átta stöngum á  aðallaxasvæðinu og nokkrar stangir eru að au…
Laufás
Prestssetrið og kirkjustaðurinn Laufás stendur sunnan við Dalsmynni, þar sem Fnjóská rennur til sjávar. Austan bæjar er Laufáshnjúkur og frá bæjarstæð…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )