Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Fnjóská

Fnjóská

Fnjóská er vatnsmikil bergvatnsá sem fellur í suðaustanverðan Eyjafjörð. Hún er veidd með átta stöngum á  aðallaxasvæðinu og nokkrar stangir eru að auki á bleikjusvæðum efst í ánni. Fnjóská þykir afar falleg og rennur m.a. um skóglendi Vaglaskógar. Hún fellur til sjávar skammt frá Laufási og er óshólmasvæði hennar rómað fyrir fegurð og fuglalíf. Laxveiði er nokkur í ánni, en afar sveiflukennd. Á góðu sumri geta veiðst um 400 laxar, en oft er aflinn miklu minni.

Á undanförnum árum hafa veiðst um 250-400 laxar á ári sem þykir í lagi. Góð bleikjuveiði er samhliða laxveiðinni. Stangaveiðifélagið Flúðir á Akureyri hefur haft ána á leigu og hefur leigt stangaveiðiréttindin óslitið frá 1969 af Veiðifélagi Fnjóskár. Veiðihús eru staðsett við Flúðasel.

Fnjósá er 9. lengsta á landsins 117 km.

 

Myndasafn

Í grennd

Akureyri
Akureyri er stærsti kaupstaður landsins utan höfuðborgarsvæðisins. Þessi fallegi bær kúrir í fallegum  ramma innst í Eyjafirði vestanverðum og einhver…
Lengstu ár í km.
1. Þjórsá  2302. Jökulsá á Fjöllum  2063. Ölfusá/Hvíta  1854. Skjálfandafljót  1785. Jökulsá á Dal/Brú  1506. Lagarfljót …
Veiði Norðurland
Stangveiði á Norðurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn.  Laxveiði Norðurlandi vestra …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )