Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Eyjarfjarðará

Veiði á Íslandi

Eyjarfjarðará rennur norður eftir Eyjafjarðardal, Upptökin eru suður í botni dalsins, og koma þar saman margir lækir úr fjöllunum í kring og bera sumir árheiti. Lengd Eyjafjarðarár allrar frá upptökum til ósa mun vera milli 60 og 70 km. þar til hún rennur fram hjá Akureyrarflugvelli, út í Pollinn við Akureyri. Eyjafjarðará er líklega ein besta sjóbleikjuá landsins. Það eru fimm tveggja stanga svæði (Svæði 1 nær frá ósum að Munkaþverá. Svæði 2 nær frá Munkaþverá að Guðrúnarstöðum. Svæði 3 nær frá Guðrúnarstöðum að Krónustöðum, svæði 4 frá Krónustöðum að göngubrú, sem er reyndar hrunin við Hóla, og svæði 5 frá Hólagöngubrú og uppúr (Er nú friðað) , og er kvóti, 6-7 fiskar á hvora stöng á dag) og er hægt að fá leyfi hjá Byggingavörudeild Kea á Akureyri. (Sjá veiðileyfi á Norðurlandi.). Eyjafjarðará er þekkt fyrir risableikjur í bland, einnig urriði, sjóbirtingur og stundum lax. Áin er mjög vinsæl meðal heimamanna, þannig að það er ekki alltaf auðvelt að fá veiðileyfi. Það er alla vega betra að huga að því með góðum fyrirvara. Eyjafjörðurinn er eitthvert gróðursælasta hérað landsins, eins og sjá má af stöðugt vaxandi skógum og iðjagrænum túnum þessa góða landbúnaðarsvæðis.

Vegalengdin frá Reykjavík er 390 km.

Myndasafn

Í grend

Gönguleiðir á Hálendinu
HELSTU GÖNGULEIÐIR Á HÁLENDINU Hellismannaleið Landmannal.-Rjúpnav Landmannalaugar Þórsmörk Fimmvörðuháls Þórsmörk Hóla ...

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )