Flateyjarkirkja er í Reykhólaprestakalli í prófastsdæmi Barðastrandar.
Klaustur var reist á eyjunni árið 1172. Þá var Flatey helsta miðstöð menningar og lista á Íslandi um miðja 19. öld.
Klængur Þorsteinsson Skálholtsbiskup vígði Águstusarklaustur í Flatey á Breiðafirði árið 1172. Af ókunnum ástæðum var það flutt til Helgafells 1184 eða 1185. Leiddar hafa verið líkur að því, að það hefði verið betur í sveit sett á meginlandinu, þar sem Helgafell var í alfaraleið. Ögmundur Kálfsson varð fyrst ábóti þess og það starfaði til siðaskipta.
Kirkjunni í Flatey er þjónað frá Reykhólum en hún var reist árið 1926. Þar er gamall predikunarstóll.
Eldri altaristaflan í kirkjunni er eftir Anker Lund, en að öðru leyti er kirkjan skreytt með myndum eftir Baltasar. Fyrri kirkjur voru innan kirkjugarðsins, þar sem legsteinar búa yfir ýmsu úr sögu eyjarinnar.