Fossinn Faxi
Tungufljót á upptök sín í Sandvatni og fyrsta spölinn heitir hún Ásbrandsá en Tungufljót, þegar hún kemur í byggð. Fjöldi lækja rennur til hennar á leiðinni að ármótum við Hvítá þar sem heitir Tunguey, skammt norðaustan Laugaráss og Skálholts.
Ofar í fljótinu, skammt sunnan gömlu brúarinnar, er fallegur foss í Tungufljóti, sem flestir aka fram hjá, þótt hann sé merktur á Biskupstungabrautinni. Vegurinn að honum er örstuttur og hann sést fyrst, þegar komið er alveg að honum. Ofan fossins er fornt vað og fjárrétt. Það er upplagt að æja þarna í góðu veðri.
Tjaldsvæðið við Faxa er á bökkum Tungufljóts, við fossinn Faxa og Tungnaréttir.
Þjónusta í boði
Veitingahús
Eldunaraðstaða
Sundlaug
Salerni
Gönguleiðir