Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Dómadalsleið

Landmannaleið

Dómadalsleið er vestasti hluti hinnar gömlu Landmannaleiðar, sem er tíðast kölluð Fjallabaksleið nyrðri. Hún liggur austur úr Sölvahrauni, austan norðanverðs Búrfells og Þjórsár, austur að Frostastaðavatni. Vestast, í Sölvahrauni, liggur hún milli Sauðafells og Valafells um Klofninga (Hekluhraun frá 1878). Þaðan liggur slóð til suðurs að norðuröxl Heklu og Skjólkvíahrauni (1970). Þegar Klofingum sleppir liggur gamall slóði norðaustur að Valagjá og um svæði, þar sem Helliskvísl hverfur í sandinn. Lítið eitt austar liggur leiðin yfir suðurtungu Lambafitjahrauns (1913) og meðfram Krókagiljabrúnum og Sauðleysum inn í Kringlu. Við Rauðufossakvísl liggur leið inn að Landmannahelli og aftur inn á Dómadalsleið, en aðalleiðin liggur norðan Sátubarns og sunnan Langsátu. Austan Sátubarns liggur slóð til suðurs og upp brattar hlíðar Mógishöfða norðvestanverðra inn í Hrafntinnusker og alla leið suður á Miðveg (Fjallabaksveg syðri) við Laufafell. Norðan Mógilshöfða liggur Dómadalsleiðin upp úr Kringlu um Dómadal yfir Dómadalshraun að Frostastaðavatni.

Þessi leið er stundum vandekin vegna vatnsfalla á leiðinni, þannig að bezt er að vera á fjórhjóladrifnum farartækjum.

Dómadalur er dalverpi austan Kringlu (Landmannahellis) á Dómadalsleið (Landmannaleið). Þar er lítið og grunnt, samnefnt og afrennslislaust stöðuvatn (Dómadalsvatn), sem minnkar talsvert á sumrin. Dalurinn er að hluta grasi vaxinn og á vorin og snemmsumars er hann að mestu undir vatni. Nafn dalsins er talið dregið af dómþingi, sem var háð þar vegna deilna milli Landmanna og Skaftfellinga. Austan dalsins er sandorpið hrafntinnuhraun, Dómadalshraun, er á leiðinni að Frostastaðavatni og til Landmannalauga.

Ferðaþjónustan Landmannahellir ehf. er í alfaraleið þeirra sem fara ríðandi um hálendið, enda góð aðstaða þar fyrir hestaog ferðafólk. Fyrir hrossin eru þrjú stór gerði, 40 hesta hús og hey. Svefnpokagisting er í fjórum húsum fyrir samtals 74 gesti í einbreiðum og tvíbreiðum kojum. Húsin eru með upphitun, rennandi vatni, eldunaraðstöðu og vatnssalerni. Einnig er við Landmannahelli svæði fyrir tjöld, fellihýsi og húsbíla, smáhýsi með hreinlætisaðstöðu, útigrill og veiðileyfasala. Ferðaþjónustan er opin frá miðjum júní fram í september. Utan þess tíma er hægt að fá gistingu í einu húsanna eftir því sem færð og veður leyfir.

Rútuáætlun Landmannalaugar

Veður-spá 

Myndasafn

Í grennd

Fjallabak Syðra Miðvegur
Þessi leið tengir Rangárvelli og Skaftártungu. Hún hefst við Keldur á Rangárvöllum, sé ekið til austurs. Þaðan er haldið upp með Eystri-Rangá um Laufa…
Friðland að Fjallabaki
Friðland að Fjallabaki Þetta friðland var stofnað 1979. Það nær yfir 47 km² lands og er ofar 500 m hæð yfir sjó. Svæðið er fjöllótt og eldvirkt og þa…
Landmannahellir
Landmannahellir er í móbergsfellinu Hellisfjalli sunnan Löðmunds og vestan Löðmundarvatns. Hann er 4 m hár, 8 m breiður og 14 m langur. Ferðamenn og g…
Landmannahellir Ferðaþjónusta
Ferðaþjónustan Landmannahellir ehf. er í alfaraleið þeirra sem fara ríðandi um hálendið, enda góð aðstaða þar fyrir hestaog ferðafólk. Fyrir hrossin e…
Landmannalaugar
Landmannalaugar Landmannalaugar eru í kvos á milli brattra fjalla við háa og dökka brún Laugahrauns. Undan hrauninu spretta margar heitar og kaldar …
Vötn að fjallabaki
Hin eina sanna Landmannaleið liggur á milli Landsveitar og Skaftártungu um Dómadal. Þetta er einn og litskrúðugasti fjallvegur landsins, sem er akfær…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )