Dalsmynni er dalur á Norðurlandi sem tengir Eyjafjörð við Fnjóskadal. Dalsmynni er norðvestan hans og rennur Fnjóská þar í gegn til sjávar. Snjóflóð eru tíð í Dalsmynni. En beggja vegna dalsins eru 800-1000 metra há fjöll.
Hlíðar Dalsmynnis eru kjarri eða skógi vaxnar. Skuggabjargaskógur er skóglendi sunnan megin í dalnum. Þar er einn stærsti upprunalegi birkiskógur landsins. Austan megin við skóginn eru nýgróðursetningar af aðallega lerki og furu.