Búrfellsvirkjun (Búrfellsstöð) er vatnsaflsvirkjun í Þjórsá utarlega í Þjórsárdal í Gnúpverjahreppi kennd við fjallið Búrfell. Virkjunin var fyrsta stórvirkjun Íslendinga og markaði upphaf svonefndrar stóriðjustefnu. Uppsett afl hennar árið 2010 var 210 mW. Líkt og með Kárahnjúkavirkjun, sem tók við af Búrfellsvirkjun sem stærsta og aflmesta virkjun landsins, þurfti að flytja inn talsvert af erlendu vinnuafli við byggingu og uppsetningu Búrfellsvirkjunar. Aðrennslisgöng lónsins að Búrfellsstöð eru svo u.þ.b. 1,5 km löng og staðsett í vesturenda lónsins, fallhæðin er 115 m. Frá virkjunarstöðinni rennur vatnið í Fossá sem svo sameinast Þjórsá 2 km sunnar.
Ferðalög á miðhálendinu voru tíð á söguöld en síðan fór að draga úr þeim, þegar hjátrú magnaðist, og lengi lágu ferðalög niðri, eða allt fram á 18.öld. Nú á dögum er ferðast um hálendið allt árið. Vegakerfið er víða orðið fært öllum tegundum farartækja á sumrin, einkum fyrir tilstuðlan Landsvirkjunar.