Borðeyri er innanlega við Hrútafjörð vestanverðan og er löggildur verslunarstaður síðan 1846. Á Borðeyri var fyrrum lífleg verslun og mikill útflutningur búfjár á síðustu öld. Nú er þar þjónustukjarni fyrir sveitina í kring. Stutt er frá Brú við hringveginn til Borðeyrar og vel þess virði að leggja smálykkju á leið sína til að skoða staðinn. Skráður íbúaföldi á Borðeyri 1. des. 2022 var 10.
Á Borðeyri kynntist Margrét Þorbjörg Kristjánsdóttir Thor Jensen þau eignuðust 12 börn, Margrét var eiginkona hans í rúm 60 ár.
Thor Vilhjálmsson rithöfundur var dóttursonur Thors og Björgólfur Thor athafnamaður er langafabarn hans.
Thor Jensen:
Fríkirkjuvegur 11 i Reykjavk stendur á lóð úr Útsuðurvelli. Thor Jensen lét byggja húsið fyrir sig og fjölskyldu sína, þar sem hún bjó til ársins 1939.
Samtök bindindismanna keyptu húsið og notuðu það fyrir skrifstofur og til samkomuhalds. Þá fékk það nafnið „Bindindishöllin”.
Reykjavíkurborg eignaðist húsið síðar og notaði það sem miðstöð Íþrótta- og tómstundaráðs.
Björgólfur Thor Björgólfsson, afkomandi Thors Jensen, keypti húsið af borginni fyrir u.þ.b. 600 milljónir árið 2006.
Vegalengdin frá Reykjavík er um 165 km.
Staðarskáli 4 km.<Borðeyri>Hólmavik 108 km.