Bjarnarey er fjórða stærsta eyja Vestmannaeyja. Hún liggur austan Heimaeyjar og suðvestan Elliðaeyjar. Hæst rís hún í Bunka (164 m), sem er gamall eldgígur. Bezti uppgöngustaðurinn er í Höfn, að norðaustanverðu. Í vestanátt er gott var fyrir báta í Haganesbót. Eyjan er grösug og talin góð vetrarbeit fyrir 128 sauði. Heyskapur var þar nokkur.
Geysimikið er af lunda og öðrum svartfugli í eyjunni og fugla- og eggjatekja var og er enn þá mikil. Veiðimenn liggja úti við lundaveiðar og eggjatöku og hafast við í veiðikofanum á eyjunni.
Oft verður vart hvala umhverfis eyjuna sem og aðrar Vestmannaeyjar. Meðal hvalategunda, sem hafa sézt eru búrhvalir, hnúfubakar, gráhvalir, háhyrningar, ýmsar höfrungategundir, hnísur og hrefnur.
Það eru eyjar með sama nafni í Breiðafirði og Austurlandi.