Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Bakkafjörður

Bakkafjörður

Kauptúnið Höfn er yzt við Bakkafjörð austanverðan. Kauptúnið er yfirleitt nefnt Bakkafjörður og varð löggiltur verslunarstaður árið 1885. Atvinnulíf byggist að mestu á sjósókn en einnig þjónustu við Skeggjastaðahrepp. Gamla bryggjan á Bakkafirði var áður eina viðleguaðstaða báta en þá þurfti að taka á land eftir róðra því höfnin gefur lítið skjól. Þar stendur enn gamall krani, sem var notaður í því skyni.

Ekið er fram hjá bænum Bakka þegar komið er ofan af Sandvíkurheiði í átt að Bakkafirði en þar bjó Afi á Knerri, aðalpersónan í Fjallkirkjunni eftir Gunnar Gunnarsson.

Í aprílbyrjun 2006 ákváðu íbúar Bakkafjarðar og Þórshafnar að sameina sveitarfélögin, þannig að framvegis telst kauptúnið með Norðurlandi.

Sumarið 1983 voru boðnar út framkvæmdir við nýja höfn á Bakkafirði. Hafði nýrri höfn verið valinn staður rétt utan við þorpið. Undirritaður flutti verkamenn frá Keflavíkurflugvelli til Bakkafjarðar fyrir þetta verk.

Innskot Birgir Sumarliðason flugstjóri og um tíma flugrekstarstjóri Vængja. og eigandi nat.is
Við fluttum verkamenn sem komu frá Keflavík til Bakkafjarðar.

Myndasafn

Í grennd

Austurland, ferðast og fræðast
Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá Jökulsárlóni að Bakkafirði. Þéttbýlis- og merkisstaða og afþreyingar innan svæðisins er sérstaklega getið neðan v…
Bakkavatn
Bakkavatn er í Skeggjastaðahreppi í N-Múlasýslu. Það er 0,33 km², grunnt og í 241 m hæð yfir sjó.   Lækur rennur úr því norður til Hölknár. Þjóðveg…
Ferðast og Fræðast Norðurland Eystra
Norðurland Eystra Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá Siglufirði til Raufarhafnar. Þéttbýlis- og merkisstaða og afþreyingar innan svæðisins er sér…
Kirkjur á Austurlandi
Listi yfir flestar kirkjur landshlutans Ás í Fellum Áskirkja Bakkagerðiskirkja Bænhúsið á Núpsstað Berufjarðarkirkja …
Skeggjastaðakirkja
Skeggjastaðakirkja er í Skeggjastaða-prestakalli í Múlaprófastsdæmi. eru bær, kirkjustaður og prestssetur við Bakkafjörð á Langa-nesströnd. Kirkjan,…
Sögustaðir Austurlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landsins Aðalból Álfaborg Álfatrú Álftafjörður Ás í Fellum Ás í Fellum Áskirkja …
Veiði Austurland
Stangveiði á Austurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn. Laxveiði Austurlandi …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )