Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Kaldidalur

Kaldidalur er stytztur hinna þriggja höfuðfjallvega landsins milli Norður- og Suðurlands. Þetta er fyrsti fjallvegur landsins, sem var ruddur árið 1830. Hann liggur á milli Oks og Langjökuls og hæsti hluti hans, efsti hluti Langahryggjar, liggur í 727 m hæð yfir sjó. Yfirleitt er hann fær flestum farartækjum þrjá til fimm mánuði á ári. Líkt og hinir eystri fjallvegir landsins var Kaldidalur mjög fjölfarinn fyrrum, einkum milli efstu bæja í Þingvallasveit og Borgarfirði. Þetta er fyrsti fjallvegur landsins, sem var ruddur árið 1830. Ofan af Langahrygg getur útsýni verið gott, s.s. til Prestahnjúks og mynnis Þórisdals, sem koma fyrir í þjóðsögum og Grettissögu. Syðst á Kaldadal er ein af fáum beinakerlingum landsins og hún er þónokkuð notuð af mismunandi hagyrtum ferðamönnum enn þá.

Norðan Kaldadals er tangi milli jökulsánna Geitár og Hvítár. Getið er um allþétta byggð á Geitlandi á öldum áður. Þar á líka að hafa verið hverinn Skrifla, sem flutti sig tvisvar um set, fyrst eftir að blóðug föt manns, sem var veginn blásaklaus, voru þvegin þar. Skrifla endaði síðan niðri í Reykholti og úr hvernum rennur vatnið í Snorralaug hina fornu. Skúlaskeið, sem var talið einhver stórgrýttasti vegur landsins, er nokkuð norðan Langahryggjar. Það varð Grími Thomsen að yrkisefni í kvæðinu „Skúlaskeið”, sem hann byggði á þjóðsögu og allir urðu að læra í skóla.

Um Kaldadal eru engar áætlunarferðir nema dagsferðir, sem ferðaskrifstofur bjóða, aðallega frá Reykjavík, þá einkum tengdar jöklaferðum í jeppum, snjóbílum eða á snjósleðum.

Gönguleið:
Um heiðina liggur hluti hins svokallaða „línuvegar”, sem hefst við Brunnua á Kaldadalsleið og endar niðri í Haukadal eða á Kjalvegi norðan Gullfoss er hægt að halda alla leið að Hagavatni.

Skúlaskeið er torfær og stórgrýttur kafli á Kaldadalsvegi. Skúli nokkur var dæmdur til lífláts á Alþingi, en komst undan vegna afbragðshests, Sörla, sem hann reið. Grímur Thompsen orti af þessu tilefni kvæðið „Skúlaskeið”:

Hann forðaði Skúla undan fári þungu,
fjöri sjálfs sín hlífði klárinn miður; –
og svo með blóðga leggi, brostin lungu
á bökkum Hvítár féll hann dauður niður.

Sörli var svo heygður í túninu á Húsafelli og erfi hans var drukkið með virktum.

 

Myndasafn

Í grennd

Biskupsbrekka
Biskupsbrekka er suðaustan við Hallbjarnarvörður við Sæluhúskvísl, sem rennur í Sandvatn í  Sandkluftum. Þar skiptust leiðir, um Uxahryggi til Lundare…
Brunnar, Egilsáfangi
Brunnar eru mýrlend gróðursvæði við tvö smávötn á Kaldadalsleið í grennd við sæluhúsið  vesturenda línuvegarins, (Hlöðuvallaskáli ). Hann liggur meðfr…
Hálendið, ferðast og fræðast
Þegar talað er um (Hálendið) miðhálendið, er yfirleitt miðað við landsvæði ofan 400 m hæðar yfir sjó. Þetta svæði nær yfir u.þ.b. 76% af flatarmáli la…
Hallbjarnarvörður
Hallbjarnarvörður eru hæð skammt norðan Biskupsbrekku. Hallbjarnar Oddsonar frá Kiðjabergi í Grímsnesi er getið í Landnámu. Hann hafði fengið  Hallg…
Húsafell
Húsafell er vinsæll sumarleyfisstaður meðal Íslendinga. Þar eru fjölmargir sumarbústaðir og hægt er að leigja sér bústað eða tjalda í skóginum. Þarna …
Skjaldbreiður
Fjallið Skjaldbreiður Skjaldbreiður (1060 m) er fagurt dæmi um hraundyngju ásamt systur sinni Trölladyngju norðan Dyngjujökuls. Skjaldbreiður er norð…
Sögustaðir Hálendinu
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Sögustaðir. Nýjar og gamlar Hálendisleiðir, útilegumenn, þjófar og draugar eru meðal þess sem finna má á sö…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )