Bær og kirkjustaður við samnefnda vík í Rauðasandshreppi, norðvestan á skaganum sunnan . Bænhús var þar framan af öldum, en 1824 var sett þar sóknarkirkja. Henni er þjónað frá Sauðlauksdal.
Núverandi kirkja var reist árið 1900. Uppeldisheimili fyrir drengi var rekið á vegum ríkisins í Breiðuvík á árunum 1954-1979, sem ekki verður fjallað um hér enda var til skammar fyrir þá sem stóðu fyrir uppeldisheimilinu í Breiðuvík.
Á sumrin er rekið gistiheimili fyrir ferðamenn í Breiðuvík. Allmikill útvegur var stundaður þaðan fyrrum.
Gönguleiðir liggja vítt og breitt um svæðið, s.s. um Látrabjarg, til Keflavíkur, Rauðasands og Örlygshafnar. Frá Breiðuvík liggja leiðir til norðurs að gömlum verstöðvum og til veiðivatna á svæðinu.