Franzhellir og Eyvindarhola
Franzhellir er um 10 -20 mínútna gang austan við Reykjavatn, sem er talinn dvalarstaður síðasta útilegumannsins á Íslandi, Jóni Franz Jónssyni og hellirinn nefndur eftir honum. Jón Franz var gripinn í hellinum í nóvember 1814, en hann hafði flúið yfirvaldið eftir harðan dóm sem hann hlaut á Snæfellsnesi fyrir þjófnað. Hann slapp úr prísundinni en ólíkt Fjalla-Eyvind, þá náðist hann og var sendur í 20 ára vist á Brimarhóli
( Brimarhólmur eða Brimarahólmur (danska): Bremerholm var upphaflega eyja við Kaupmannahöfn, en síðan tengd landi á 16. öld ).
Franzhellir/Eyvindarhola, einn af síðustu dvalarstöðum útilegufólksins Eyvindar og Höllu, liggur á sléttri hraunbreiðu sunnan Reykjavatns. Inngangur í hellinn er lítið áberandi og þröngur, þannig að einn maður getur með naumindum troðið sér þar niður. Erfitt er að finna innganginn og aðeins á færi kunnugra um staðhætti þar.
Eyvindur Jónsson fæddist árið 1714 í Hlíð í Hrunamannahreppi. Hann var elstur tíu systkina og þótti greindur, ráðkænn, góður sundmaður og afar fær í handahlaupi sem kom honum vel á flótta sínum undan yfirvaldinu. Hann var vel læs og jafnframt mjög hagur á hönd. Til eru haganlega gerðar tágakörfur (í einkaeigu og á söfnum) sem eru eftir hann þar sem hann skildi oft körfur eftir hjá þeim sem höfðu lagt honum lið.
Halla Jónsdóttir fæddist í Súgandafirði um 1720 og var ekkja í Miðvík í Aðalvík þegar talið er að Eyvindur hafi sest að hjá henni. Halla þótti ekki fríð og frekar sviplítil og var ólæs.
Dómskjöl sýna að þau hafa átt börn í útlegðinni, sem dóu ung en Eyvindur átti einn son áður en hann lagðist út.
Leiði Fjalla-Eyvindar er merkt á Hrafnsfjarðareyri. sem er í botni Jökulfjarða.
Er ekki bara best að ferðast og fræðast um Ísland !!!
Eins og sjá hér að neðan, tengdar færslur er nat.is að reyna að halda jafnframt um gamlar og nýjar heimildir: