Malarrif er bær í Breiðuvíkurhreppi undir Jökli, skammt vestan við Lóndranga. Þangað eru um tveir km frá þjóðbraut og eru Malarrif sem syðsti hluti Snæfellsness nánast í hásuður frá tindum Snæfellsjökuls. Frá Malarrifi var útgerð og útræði öldum saman og allmikil sjósókn allt til aldamótanna 1900.
Viti var þar fyrst byggður árið 1917 og hann síðan endurbyggður árið 1946.
Vitinn er líka stefnuviti fyrir flugumferð sem fara sjónflug umhverfis Snæfellsjökul.
Bærinn stendur á Purkhólahrauni. Austan við Malarrif eru Lóndrangar og Þúfubjarg og þar á milli er merkt gönguleið. Vestan við Malarrif eru Djúpalónssandur og Dritvík.
Á vegum Þjóðgarðsins er boðið upp á ýmsa viðburði. Má þar nefna göngur og náttúruskoðunarferðir undir leiðsögn landvarða og sérfróðra manna. Að þessu sinni verður gengið út á Malarrif. Gangan er skipulögð í samvinnu við Svæðisgarðinn Snæfellsnes og er brottför við gestastofuna á Malarrifi. Gangan er gestum að kostnaðarlausu.