Á Bergskála bjó refaskyttan Gunnar Einarsson og kenndi sig við Bergskála á Skaga. Hann var fæddur árið 1901 og andast árið 1959. Lenti í tveimur alvarlegum slysum tengdum skotvopnum á lífsleiðinni, en hélt ótrauður áfram starfi refaskyttunnar.Var heiðraður af Búnaðarfélagi Íslands árið 1956, en þá hafði hann fellt um 1800 refi og 300 minka.
Vil ekki segja þeim ykkar sem ekki þekkja sögu Gunnars, of mikið, en bendi ykkur á frásögn af honum í Skagfirðingabók-riti sögufélags skagfirðinga. Hefti nr. 18 sem kom út árið 1989.
Eigandi Bergskála er Björn Gunnlaugsson athafnaðarmaður í Reykjavík og er þar með sauðféð sem áhugamál.
Félagar Björns kalla hann Björn í Sumarhúsum, eða Bjart eftir veiðiferð á Skaga heiði.
Þar sem allir festust í aurbleitu og komust ekki lönd eða strönd og vatnið var óveiðanlegt.
Veiðifélar Björns gengdu til byggðar!!!
Flestir Íslendingar og margir erlendir aðdáendur Haldórs Kiljan Laxness þekkja söguna um Bjart í Sumarhúsum í skáldverkinu „Sjálfstætt fólk”. Hún lýsir lífsbaráttu sjálfstæðs kotbónda á afskekktri heiði.