Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Vesturöræfi

Vesturöræfi eru vestan Snæfells, austan Jökulsár á Brú og sunnan Hrafnkelsdals. Að sunnan markast  þau af Vatnajökli. Þau eru allvel gróin og sums staðar mýrlend og að mestu í 600 – 700 m hæð yfir sjó. Þau státa af því, að vera meðal mestu hreindýraslóða landsins og austast á þeim, við rætur Snæfells austanverðs er Snæfellsskáli Ferðafélagsins. Tvær ökuleiðir liggja að þeim, upp úr Hrafnkelsdal og Fljótsdal. Fljótsdalsleiðin var lögð vegna rannsókna á svæðinu vegna fyrirhugaðra virkjunarframkvæmda og er sú leið þægilegri en leiðin upp úr Hrafnkelsdal.

Myndasafn

Í grend

Hrafnkelsdalur
Hrafnkelsdalur er 18 km langur, þar til hann skiptist í tvo dali, Glúmstaðadal og Þuríðarstaðadal, og  liggur suður úr Jökuldal frá Brú. Dalurinn er t…
Snæfell
Snæfell er hæsta staka fjall landsins, 1833 m yfir sjó. Það sést víða að og útsýnið af tindi þess er geysivítt á góðum degi. Það er nokkuð keilulaga, …
Sögustaðir Hálendinu
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Nýjar og gamlar Hálendisleiðir, útilegumenn, þjófar og draugar. Álftavatn Arnardalur Arnarfell…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )