Vesturöræfi eru vestan Snæfells, austan Jökulsár á Brú og sunnan Hrafnkelsdals. Að sunnan markast
þau af Vatnajökli. Þau eru allvel gróin og sums staðar mýrlend og að mestu í 600 – 700 m hæð yfir sjó. Þau státa af því, að vera meðal mestu hreindýraslóða landsins og austast á þeim, við rætur Snæfells austanverðs er Snæfellsskáli Ferðafélagsins. Tvær ökuleiðir liggja að þeim, upp úr Hrafnkelsdal og Fljótsdal. Fljótsdalsleiðin var lögð vegna rannsókna á svæðinu vegna fyrirhugaðra virkjunarframkvæmda og er sú leið þægilegri en leiðin upp úr Hrafnkelsdal.
Er ekki bara best að ferðast og fræðast um Ísland !!!
Eins og sjá hér að neðan, tengdar færslur er nat.is að reyna að halda jafnframt um gamlar og nýjar heimildir: