Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Vatnaskógarkapella

KAPELLAN í VatnaskógiKFUM og K

er í Borgarprestakalli í Borgarfjarðarprófastsdæmi.

Vestan veitingaskálans sem var Ferstikkla er Borgarfjarðarbraut (# 50) yfir í Svínadal um Dragháls til Skorradals að Haugum í Stafholtstungum.
Uppi á hásinu, þar sem sést niður í Svínadslinn, er dys með krossmarki þétt við veginn vestanverðan. Hún er kölluð Erfingi. Þar var dysjaður smalamaður úr Svínadal. Hann hafði óskað eftir legstað að Draghálsi en var engu að síður fluttur áleiðis að kirkju í Saurbæ. Þegar komið var upp á hálsinn, þar sem dysin er, varð líkið svo þungt, að því var ekki hnikað lengra.

Litlu vestar á Hvalfjarðarströndinni liggur vegur að Hótel Glymi í mynni Mjóadals og Vatnaskógi, þar sem KFUM rekur sumarbúðir drengja. Fyrrum voru tvö býli í Vatnaskógi, Oddakot og Fúsakot. Friðrik Friðriksson (1866-1961) stofnaði KFUM í Reykjavík 1899. Hann fæddist að Hálsi í Svarfaðardal og var afkastamikill rithöfundur.

Séra Friðrik og drengurinn
Á horni Amtmannsstígs og Lækjargötu. Eins og margir aðrir hafði Sigurjón Ólafsson numið kristinfræði í æsku hjá sr. Friðriki Friðrikssyni (1868–1961) og var hlýtt til hans. Á stríðsárunum voru þeir báðir innlyksa í Danmörku þar sem Sigurjón gerði höfuðmynd af sr. Friðriki árið 1943 „áður en það yrði um seinan“ eins og hann komst að orði.
Samkvæmt heimildum er drengurinn á stittuni vera frændi og alnafni Friðriks kristinboða frá Selfossi.
Stitta séra Friðrik er ekki lengur á horni Amtmannsstígs og Lækjargötu.

Myndasafn

Í grennd

Eyrarvatn – Þórisstaðavatn – Geitabergsvatn
Eyrarvatn - Þórisstaðavatn – Geitabergsvatn Öll þessi stöðuvötn liggja í röð í Svínadalnum við leiðina norður frá Ferstiklu og Saurbæ í Hvalfirði um …
Kirkjur á Íslandi
Það er erfitt að draga skörp landfræðileg skil milli kirkna, kirkjustaða og sögu kristninnar á milli. Á þessum vef fer skiptingin ekki eftir prófastsd…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )