Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Eyrarvatn – Þórisstaðavatn – Geitabergsvatn

Eyrarvatn

Eyrarvatn – Þórisstaðavatn – Geitabergsvatn

Öll þessi stöðuvötn liggja í röð í Svínadalnum við leiðina norður frá Ferstiklu og Saurbæ í Hvalfirði um  Geldingadraga í Skorradal. Þau eru samtals 3,12 km² og eru í 77 m hæð yfir sjó. Dýpi þeirra er 12-24 m.
Sumarbúðir KFUM eru í Vatnaskógi við Eyrarvatn og leiðin þangað liggur fram hjá Norræna menntasetrinu upp úr Hvalfirðinum.
Veiðin í vötnunum byggist á urriða, bleikju og sjóbirtingi. Fiskurinn er oftast 1-3 punda en alloft veiðast 5-12 punda urriðar, einkum í Þórisstaða- og Geitabergsvatni Áin milli Geitabergs- og Þórisstaðavatns heitir Þverá og á milli Þórisstaða- og Eyrarvatns er Selós. Þegar vel árar, gengur talsvert af laxi í vötnin og veiðivon í báðum sprænunum er góð, ef sumur eru vætusöm. Veiðileyfin er seld sérstaklega fyrir hvert vatn. Sé leigður bátur, er eitt veiðileyfi innifalið og aðeins ein stöng er leyfð í hvora ána, Selós og Þverá á dag, þannig að þar verður að panta veiðileyfi fyrirfram.

 

Myndasafn

Í grennd

Ferstikla
Ferstikla á Hvalfjarðarströnd var í upphafi bústaður landnámsmannsins Kolgríms hins gamla frá Þrándheimi. Tengdafaðir hans, Hróðgeir spaki, bjó að Sau…
Golfvöllurinn á Þórisstöðum
301 Akranes Sími: 433 4 km frá Ferstiklu. 9 holur, par 35 Ferðaþjónustan á Þórisstöðum hefur rekið golfvöllinn um árabil. 9 holur nú fullgerðar …
Tjaldstæði á Vesturlandi
Tjaldstæði Almennt er bannað að tjalda í þéttbýlum, nema á merktum tjaldsvæðum. Flest eru opin frá maí og fram í september. Þó má einnig finna nokkur …
Vatnaskógarkapella
KAPELLAN í Vatnaskógi, KFUM og K er í Borgarprestakalli í Borgarfjarðarprófastsdæmi. Vestan veitingaskálans sem var Ferstikkla er Borgarfjarðarb…
Veiðikortið
Veiðikortið 2024 veitir nær ótakmarkaðan aðgang að fjölda vatnasvæða um allt land. Kortið kostar aðeins 9.900 krónur og fylgir glæsileg handbók hverju…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )