Úthlíð hét fyrrum Hlíð hin ytri og var kirkjustaður í Biskupstungum.
Ásgeir Úlfsson, tengdasonur gamla á Mosfelli, byggði þar bú. Hans sonur var Geir goði, sem bjó líka í Úthlíð. Haugur hans er sagður vera skammt frá bænum og þar móar fyrir hoftótt niðri við mýrina neðan gamla bæjarins. Stór grásteinn með laut er sagður vera hlautbolli úr hofinu.
Í katólskum sið voru kirkjur staðarins helgaðar Maríu guðsmóður og voru útkirkjur frá prestssetrinu í Miðdal í Laugardal þar til þær urðu útkirkjur frá Torfastöðum með lögum árið 1880. Kirkjunni var þjónað frá Torfastöðum og Skálholti til 1963. Lengi var þjónað í stofunni í Úthlíð eftir að kirkjan fauk 1936.
Nýja kirkjan er hátíðleg og falleg og sést langt að. Hún var reist árið 2005-2006 í minningu Ágústu Ólafsdóttur, eiginkonu Björns Sigurðssonar bónda í Úthlíð. Hún lést fyrir aldur fram haustið 2004.
Björn Sigurðsson bóndi í Úthlíð lést á Hjúkrunarheimilinu Móbergi 11. maí, 2023 87 ára að aldri.
Úthlíð er meðal stærstu jarða landsins. Meginhluti lands hennar er Úthlíðarhraun úr Eldborgum á Lambahrauni, sem steyptist niður hlíðina ofan við bæinn. Þetta hraun er gróið, mosi ofantil og kjarr neðar, þar sem sumarbústaðabyggðin er.
Hvað er betra enn að Ferðast og Fræðast !!!