Upp á Vörðufell er vatnið Úlfsvatn. sem reynt var að sleppa í silungi en (án árangurs ? göngu menn hafa silung vara þar, en hvað um það !!). Afrennsli þess er um hrikalegt klettagil, sem heitir Úlfsgil. Fjallið er úr móbergi og grágrýti og hvassasta horn þess er nyrzt. Það stendur á jarðskjálftabeltinu milli Heklu og Ölfuss og hefur vafalaust tekið breytinum í hvert skipti, sem jarðskjálftaskeið hafa riðið yfir. Vörðufell er 391 metra hátt fjall austan við Hvítá hjá Iðu.
Til er saga um ungan mann, sem gerði sér flugham úr fuglafjöðrum og tókst að svífa úr hlíðum fjallsins yfir að Skálholti, þar sem þáverandi biskup sá ástæðu til að banna honum frekari tilraunir á þessu sviði, þar sem mönnum væri ekki ætlað að fljúga.