Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Úlfljótsvatn

Úlfljótsvatn
Úlfljótsvatn

Úlfljótsvatn er efsti hluti Sogsins á milli Írafoss- og Steingrímsstöðvar. Veiðileyfin gilda fyrir landi Efri-Brúar. Það miðast við Hamarsland sunnan Sakkarmýrar í suðri og norðanverðan Stapa í norðri. Bestu veiðistaðir eru við Kvíanes og Stapa. Fjöldi veiðileyfa á dag er ekki takmarkaður. Veiðin er mest vatnableikja og er mikill fiskur í vatninu. Fiskur hefur orðið vænni í vatninu á síðustu árum, eftir að byrjað var að hleypa hlýju og áturíku yfirborðsvatni fram hjá Steingrímsstöð í staðinn fyrir ískalt botnsvatn. Vatnið er kennt við Úlfljót sem sagður er fyrsti lögsögumaður Íslendinga.

Við hann voru Úlfljótslög kennd en þau voru fyrstu almennu lögin sem giltu hér á landi. Úlfljótsvatn er um 7-8 km langt og um 1 km á breidd. Það er í 81 m hæð yfir sjó, dýpi víðast undir 10 m en talið dýpst um 60 m í norðurhluta vatnsins. Mikill straumur er í vatninu, þar sem Sogið fellur um það á 19 km leið sinni frá Þingvallavatni til Hvítár.

Bærinn Úlfljótsvatn er vestan við vatnið og þar spölkorn frá norðan við bæinn stendur Úlfljótsvatnskirkja á fögrum og sérkennilegum stað, dálitlum hól, sem gengur út í vatniðsem vert er að skoða. Ýmsar sagnir tengjast Úlfljótsvatni og næsta nágrenni. Þá hafa einnig fundist merkar fornminjar þar í nágrenninu.

Dráttarhlíð er háls milli Úlfljótsvatns og Þingvallavatns, vestan útrennslis Sogsins. Nafnið mun tilkomið vegna þess, að þar var góður ádráttarstaður í Úlfljótsvatni. Norðan hálsins var fyrrum ferjustaður Skálholtsstaðar og austan vatns var vöruhús hans. Göng voru gerð undir hlíðina og Úlfljótsvatnsmegin var stærsta Sogsvirkjunin, Steingrímsstöð, reist 1956-59. Fallhæðin er 22 m og aflið er 27 MW. Við þessar framkvæmdir dró mjög úr útrennsli Sogsins.

Orkuveita Reykjavíkur á jörðina Úlfljótsvatn en henni tilheyrir um helming vatnsins. Heimilt er að veiða í landi OR sem er vestari hluti vatnsins, þeim megin sem Úlfljótsvatnskirkja er, að undanskildu því svæði sem Skátarnir hafa til umráða. Veiðisvæðið nær í norður að landamerkjum við Steingrímsstöð og í suðri að landamerkjum við Írafoss. Merkingar aðgreina hvar má veiða. Á síðastliðnum árum gilti Veiðikortið fyrir landi Efri-Brúar, austantil við vatnið, en nú er sem fyrr segir veiðisvæðið umtalsvert stærra við vestari hluta vatnsins.

Veiðikortið
Veiðitími hefst kl. 7.00 og honum lýkur kl. 23.00
Tímabil:
Frá byrjun 1. maí og fram til 30. september.
Allt löglegt agn: Fluga, maðkur og spónn.

Fishing card only costs 9.900 ISK.

Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 74 km.

Ofar Úlfljótsvatns eru þrír fossar, Ljósifoss, Írafoss og Kistufoss

Myndasafn

Í grennd

Ljósafossstöð
Við gangsetningu Ljósafossstöðvar árið 1937 var framboð rafmagns á höfuðborgarsvæðinu fjórfaldað. Möguleiki skapaðist á að nota rafmagnseldavélar í st…
Orkuveita Reykjavíkur Ferðast og fræðast
Orkuveita Reykjavíkur OR varð til við samruna Hitaveitunnar og Rafmagnsveitunnar og hóf starfsemi hinn   1. janúar 1999. Vatnsveitan sameinaðist Orkuv…
Steingrímsstöð
Steingrímsstöð er þriðja stöðin sem byggð var á Sogssvæðinu. Í stöðinni er virkjað fall Efra-Sogs úr Þingvallavatni í Úlfljótsvatn. Miðlunarstífla var…
Úlfljótsvatnskirkja
Úlfljótsvatnskirkja er í Mosfellsprestakalli í Árnesprófastsdæmi. Hún var byggð á fornu kirkjustæði á   höfða rétt við vatnið í útgröfnum kirkjugarði …
Veiði Suðurland
Stangveiði á Suðurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og veiðivötn. Laxveiði Suðurlandi Brúará – Hagós Brúará – …
Veiðikortið
Veiðikortið 2021 til sölu.

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )