Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Úlfljótsvatn

Úlfljótsvatn
Úlfljótsvatn

Úlfljótsvatn er efsti hluti Sogsins á milli Írafoss- og Steingrímsstöðvar. Veiðileyfin gilda fyrir landi Efri-Brúar. Það miðast við Hamarsland sunnan Sakkarmýrar í suðri og norðanverðan Stapa í norðri. Bestu veiðistaðir eru við Kvíanes og Stapa. Fjöldi veiðileyfa á dag er ekki takmarkaður. Veiðin er mest vatnableikja og er mikill fiskur í vatninu. Fiskur hefur orðið vænni í vatninu á síðustu árum, eftir að byrjað var að hleypa hlýju og áturíku yfirborðsvatni fram hjá Steingrímsstöð í staðinn fyrir ískalt botnsvatn. Vatnið er kennt við Úlfljót sem sagður er fyrsti lögsögumaður Íslendinga.

Við hann voru Úlfljótslög kennd en þau voru fyrstu almennu lögin sem giltu hér á landi. Úlfljótsvatn er um 7-8 km langt og um 1 km á breidd. Það er í 81 m hæð yfir sjó, dýpi víðast undir 10 m en talið dýpst um 60 m í norðurhluta vatnsins. Mikill straumur er í vatninu, þar sem Sogið fellur um það á 19 km leið sinni frá Þingvallavatni til Hvítár.

Bærinn Úlfljótsvatn er vestan við vatnið og þar spölkorn frá norðan við bæinn stendur Úlfljótsvatnskirkja á fögrum og sérkennilegum stað, dálitlum hól, sem gengur út í vatniðsem vert er að skoða. Ýmsar sagnir tengjast Úlfljótsvatni og næsta nágrenni. Þá hafa einnig fundist merkar fornminjar þar í nágrenninu.

Dráttarhlíð er háls milli Úlfljótsvatns og Þingvallavatns, vestan útrennslis Sogsins. Nafnið mun tilkomið vegna þess, að þar var góður ádráttarstaður í Úlfljótsvatni. Norðan hálsins var fyrrum ferjustaður Skálholtsstaðar og austan vatns var vöruhús hans. Göng voru gerð undir hlíðina og Úlfljótsvatnsmegin var stærsta Sogsvirkjunin, Steingrímsstöð, reist 1956-59. Fallhæðin er 22 m og aflið er 27 MW. Við þessar framkvæmdir dró mjög úr útrennsli Sogsins.

Orkuveita Reykjavíkur á jörðina Úlfljótsvatn en henni tilheyrir um helming vatnsins. Heimilt er að veiða í landi OR sem er vestari hluti vatnsins, þeim megin sem Úlfljótsvatnskirkja er, að undanskildu því svæði sem Skátarnir hafa til umráða. Veiðisvæðið nær í norður að landamerkjum við Steingrímsstöð og í suðri að landamerkjum við Írafoss. Merkingar aðgreina hvar má veiða. Á síðastliðnum árum gilti Veiðikortið fyrir landi Efri-Brúar, austantil við vatnið, en nú er sem fyrr segir veiðisvæðið umtalsvert stærra við vestari hluta vatnsins.

Veiðikortið
Veiðitími hefst kl. 7.00 og honum lýkur kl. 23.00
Tímabil:
Frá byrjun 1. maí og fram til 30. september.
Allt löglegt agn: Fluga, maðkur og spónn.

Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 74 km.

Myndasafn

Í grend

Ljósafossstöð
Við gangsetningu Ljósafossstöðvar árið 1937 var framboð rafmagns á höfuðborgarsvæðinu fjórfaldað. Möguleiki skapaðist á að nota rafmagnseldavélar í st…
Orkuveita Reykjavíkur OR
Orkuveita Reykjavíkur varð til við samruna Hitaveitunnar og Rafmagnsveitunnar og hóf starfsemi hinn   1. janúar 1999. Vatnsveitan sameinaðist Orkuveit…
Veiði Suðurland
Stangveiði á Suðurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og veiðivötn. Laxveiði Suðurlandi Brúará – Hagós Brúará – …
Veiðikortið
Veiðikortið 2021 til sölu.

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )