Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Ljósafossstöð

sog

Við gangsetningu Ljósafossstöðvar árið 1937 var framboð rafmagns á höfuðborgarsvæðinu fjórfaldað. Möguleiki skapaðist á að nota rafmagnseldavélar í stað kolavéla en rafmagnið í Reykjavík frá Elliðaánum og fyrir tíma Ljósafossstöðvar var einkum notað til lýsingar. Til þess að auka nýtingu á raforku frá Ljósafossstöð gátu heimilin fengið eldavél frá Rafha í áskrift með rafmagninu.

Elsta aflstöðin í Soginu stendur við Ljósafoss, útfall Úlfljótsvatns. Stöðin stendur á árbakkanum austan við fossinn, vatnið er leitt um pípur að hverflum stöðvarinnar og þaðan út í ána neðan við fossinn.

Rekstur stöðvarinnar við Ljósafoss hófst árið 1937. Þá voru settar upp tvær vélasamstæður, samtals með 8,8 MW afli. Þriðja vélin bættist við árið 1944 og er hún 6,5 MW.

Neðan Úlfljótsvatns eru þrír fossar, Ljósifoss, Írafoss og Kistufoss

Myndasafn

Í grennd

Grímsnes hreppur
Aðalatvinnuvegir í hreppnum eru landbúnaður, þjónusta við íbúa og sumargesti og ferðaþjónusta í vaxandi mæli. Einnig hafa nokkrir atvinnu við Sogsvirk…
Írafossstöð
Írafossstöð Írafossstöð var önnur aflstöðin sem reist var í Soginu. Írafossstöð virkjar fall tveggja neðri fossanna í Soginu; Írafoss og Kistufoss…
Landsvirkjun Ferðast og fræðast
Landsvirkjun ferðamennska og ferðaþjónusta. Ferðalög á miðhálendinu voru tíð á söguöld en síðan fór að draga úr þeim, þegar hjátrú magnaðist, og leng…
Orkuveita Reykjavíkur Ferðast og fræðast
Orkuveita Reykjavíkur OR varð til við samruna Hitaveitunnar og Rafmagnsveitunnar og hóf starfsemi hinn   1. janúar 1999. Vatnsveitan sameinaðist Orkuv…
Steingrímsstöð
Steingrímsstöð er þriðja stöðin sem byggð var á Sogssvæðinu. Í stöðinni er virkjað fall Efra-Sogs úr Þingvallavatni í Úlfljótsvatn. Miðlunarstífla var…
Virkjanir á Íslandi, ferðast og fræðast
Listi yfir raforkustöðvar í stafrófsröð Bjarnarflag Blævardalsárvirkjun Blönduvirkjun Búðarhálsstöð Búrfellsvirkjun …
Þingvallavatn
Þingvallavatn er stærst stöðuvatn á Íslandi, 83,7 km² og dýpst 114m á Sandeyjardýpi 4.dýpsta vatn landsins. Dýpsti punkturinn er u.þ.b. 13m undir sjáv…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )