Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Trúfélög á Íslandi

Hallgrímskirkja

Kirkjan og þjóðin í 1000 ár

Árið 1000, þegar kristni var lögtekin, bjó ein þjóð í landinu. Landnámsmenn voru mismunandi að uppruna, en flestir komu frá vesturströnd Noregs. Sumir komu frá Bretlandseyjum, jafnvel afkomendur norrænna manna, sem höfðu sezt þar að. Margir hinna keltnesku landnema komu af frjálsum vilja en aðrir sem hertekið fólk. Allt frá krisnitökunni hefur sama þjóðin búið í landinu og kirkjan verið hin sama fram undir hina síðustu áratugi. Menning landsins byggist á norrænum grunni og íslenzka tungan er, líkt og gríska eða latína, móðurtunga Norðurlanda nema Finnlands. Kristnin barst til Íslands eftir ýmsum leiðum, m.a. frá Norðurlöndum, meginlandi Evrópu, Englandi og Írlandi.

Fyrstu tvær til þrjár aldirnar eftir að kristni var lögtekin var kirkjan undir valdi höfðingja landsins en síðan varð hún hluti hinnar evrópsku og katólsku miðaldakirkju. Við siðaskiptin var kirkjan klofin í u.þ.b. einn áratug, því að siðbótin var lögtekin í Skálholtsbiskupsdæmi 1541 en ekki fyrr en 1551 í Hólabiskupsdæmi. Hin evangelísk-lúterska kirkja ríkti hér óáreitt fram á síðari hluta 19. aldar, þegar trúfrelsið var innleitt í stjórnarskránni, sem Krisján konungur IX færði Íslendingum 1874. Þá hóf katólska kirkjan starf sitt að nýju hérlendis auk ýmissa annarra trúarfélaga, sem hefur fjölgað stöðugt fram á okkar daga. Engu að síður teljast u.þ.b. 90% þjóðarinnar til lútersku þjóðkirkjunnar. Siðbótin á Íslandi var að mestu knúin fram með valdboði frá Dönum, enda var grundvöllur til slíkra breytinga ekki fyrir hendi úr öðrum áttum á þeim tíma.

Elztu og ítarlegustu frásögn af kristnitökunni er að finna í Íslendingabók Ara fróða Þorgilssonar. Það er athyglisvert, hve krisnitakan fór friðsamlega fram og hvernig ákvörðunin var tekin. Ari samdi rit sitt að fyrirmælum biskupa Skálholtsstaðar og í samvinnu við þá og fleiri lærða menn. Þessu riti var lokið árið 1130. Ritöld hófst á Íslandi eftir að kristni var lögtekin. Eigna- og valdahlutföll í samfélaginu röskuðust, þegar kirkjur urðu auðugar og voru á valdi einstakra höfðingja, sem mökuðu krókinn á meðan öðrum þótti þeir vera afskiptir. Þessi þróun olli m.a. blóðugum átökum Sturlungaaldar. Kristnin í landinu hefur því tvímælalaust verið einhver mesti örlagavaldur þjóðarinnar.

Margir undrast fjölda íslenzkra kirkna úti á landi og velta fyrir sér ástæðum hans. Kirkjum hefur fækkað og fækkar enn. Samgöngur hafa batnað á tiltölulega skömmum tíma, fólki hefur fækkað í ýmsum byggðum og sóknir og sveitarfélög hafa verið sameinuð. Fyrrum var lögð áherzla á, að kirkjur væru innan seilingar fyrir fólkið í íslenzka bændasamfélaginu. Þær áttu að vera svo nærri, að kostur gæfist á að komast fram og til baka í messu á milli mjalta og heyrast átti til kirkjuklukkna næstu tveggja kirkna frá þeirri, sem var sótt.

Aðventistar Ásatrú Bahái trú  Búddatrú Hvítasunnuhreyfingin   Islam  Íslenzka kristkirkjan
Katólska trúin Þjóðkirkjan  Vottar Jehóva Vúdú menningin   Sjintótrúin
Kirkja Jesú Krists hinna síðari daga heilögu  Trúfélög utan Þjóðkirkjunnar   Félag múslima á Íslandi

Guðshús eftir landshlutum

Kirkjuvefurinn er byggður á upplýsingum víða að, úr ýmsum bókum, upplýsingum frá prestum og próföstum og öðru góðu fólki. Hann verður aldrei tæmandi, en smám saman munu frekari upplýsingar bætast við eftir efnum og ástæðum. Aðstandendur þjónustu- og upplýsingnetsins „nat.is” eru þeim þakklátir, sem beina leiðréttingum og athugasemdum til þeirra (nat@nat.is). því alltaf má gera betur.

Uppröðun kirkna landsins fer ekki eftir prófastsdæmum, heldur sömu skiptingu og viðhöfð er í ferða- og veiðivísum til að samræmis gæti í vinnubrögðum. Reynt er að hafa alla þessa vefi sem léttasta til að þeir birtist sem fljótast á skjám notenda.

Sumar kirknanna eru áhugaverðari en aðrar og þær eru merktar sem sögustaðir í listunum, sem birtast, þegar sögustaðir landshlutanna eru valdir.

Ýmiss konar fróðleikur um kirkjurnar kemur fram á þessum vef, mismikill eftir aðstæðum en vonandi áhugaverður fyrir þá, sem hafa gaman af sögu lands og þjóðar. Helzti munur bygginga úr torfi milli norður- og suðurhluta landsins lá í viðhaldi húsanna. Fyrir norðan er mun minni úrkoma en á Suðurlandi, sem leiddi til lengri endingar og minni viðhaldsþarfar húsa en sunnanlands.

Kirkjur eftir landhlutum:

Myndasafn

Í grennd

Kirkjur á hringveginum
Kirkjur á Hringveginum á 6 Dögum Fyrstu árin eftir að hringvegurinn var opnaður (1974) kepptist fólk um að setja hraðamet eða aka aftur á bak allan h…
Klaustur á Íslandi
Heimildir um einsetulifnað á Íslandi fyrir kristnitökuna árið 1000 og áður en klaustur voru stofnuð, eru til. Meðal þeirra er frásögn af Ásólfi Konáls…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )