Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Tjarnarkirkja á Vatnsnesi

Tjarnarkirkja er í Breiðabólstaðarprestakalli í Húavatnsprófastsdæmi. Tjörn er bær, kirkjustaður og   fyrrum prestssetur utarlega á vestanverðu Vatnsnesi. Katólskar kirkjur þar voru helgaðar Maríu guðsmóður. Fyrrum þjónuðu Tjarnarprestar þjónuðu hálfkirkju á Illugastöðum og nokkrum bænhúsum í sókninni og um langan tíma var Kirkjuhvammssókn útsókn frá Tjörn, þar til hún var færð til Melstaðarprestakalls árið 1744.

Árið 1851 var Vesturhópssókn færð til Tjarnar en Tjarnarprestakall var lagt niður 1970 og sameinað Breiðabólstað. Kirkjan, sem stendur nú á Tjörn, er steinsteypt með turni og forkirkju og tekur 70-80 manns í sæti. Hún var byggð á árunum 1930-1940.

Á altaristöflunni er upprisa Krists eftir Þórarin B. Þorláksson en bróðir hans, séra Jón Stefán, var prestur á Tjörn í rúmlega 30 ár frá 1872. Meðal verðmætra bóka kirkjunnar er Nýatestamentið úr Þorláksbiblíu (1644), alheilt eintak.

Séra Sigurður Norland (1885-1971), kenndur við Hindisvík, þjónaði Tjarnarprestakalli 1923-55. Hann var sérkennilegur á ýmsan hátt og tungumálamaður mikill, m.a. sat hann í Háskólanum nærri áttræðu til að endurhæfa sig í hebresku og grísku. Hann var hagmæltur og orti m.a. vísur að íslenzkum hætti á ensku. Ljóðabókin „Nokkur kvæði og vísur” kom út 1965. Hann vildi að Hindisvík yrði að höfn og þéttbýlisstað og varði nokkru fé til að gera þennan draum sinn að veruleika.

Myndasafn

Í grennd

Hindisvík á Vatnsnesi
Hindisvík er nyrzti bær og fyrrum prestsetur á Vatnsnesi. Þetta eyðibýli stendur undir sléttu klettaþili á  sléttu túni við samnefnda vík. Úti fyrir s…
Hvammstangi
Hvammstangi við Miðfjörð er eina kauptúnið í Vestur-Húnavatssýslu, aðeins 7 km frá hringveginum. Íbúarnir annast þjónustu við nágrannabyggðarlögin og …
Illugastaðir á Vatnsnesi
Hlunnindajörðin Illugastaðir á vestanverðu Vatnsnesi í V.-Húnavatnssýslu á sér þekkta sögu. Natan   Ketilsson (1795-1828) bjó þar síðustu æviár sín. Þ…
Kirkjur á Norðurlandi
Listi yfir flestar kirkjur í landshlutanum Akureyrarkirkja …
Vatnsnes
Vatnsnes er hálendur skagi milli Miðfjarðar og Húnafjarðar. Láglendi er lítið, einna mest á  vesturhlutanum, þar sem byggðin er aðallega. Hringvegurin…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )