Íslenski ferðavefurinn

 • endursetja

Tjaldstæðið Mánarbakki

Keldunes er bæjahverfi í Kelduhverfi, alls sex samtýnis bæir. Þar í nágrenninu eru Keldunesbrunnar, stór bullaugu við hraunbrúnina. Þarna var þingstaður sveitarinnar og fæðingarstaður Skúla Magnússonar (1711-94), fyrsta íslenzka landfógetans. Hann var frumkvöðull og stofnandi Innréttinganna í Reykjavík, fyrstu tilraunar til eflingar fullvinnslu ullar hérlendis, og baráttumaður fyrir verzlunarréttindum landsmanna og réttarkröfum á sviði verzlunar þeirra gegn dönsku einokuninni og dönskum stjórnvöldum. Hann átti í stöðugum deilum og málaferlum ævilangt, var traustur og raungóður vinur vina sinna. Hann var penni góður og skildi eftir sig fjölbreyttar ritsmíðar.

Mánárbakki

Huggulegt tjaldsvæði sem er frábærlega staðsett með gott útsýni til hafs.


Þjónusta í boði

 • Rafmagn
 • Sturta
 • Eldunaraðstaða
 • Hundar leyfðir
 • Aðgengi fyrir hjólastóla
 • Eldunaraðstaða
 • Þvottavél
 • Salerni
 • Þurrkari
 • Opið allt árið

Lýsing á aðstöðu

Tjaldsvæðið er á sjávarbakkanum yst á Tjörnesi með  útsýni til hafs. Óvíða er sólarlagið fegurra og talsvert mikið fuglalíf á svæðinu.

Góð snyrtiaðstaða með sturtum. Salerni fyrir fatlaða. Eldunaraðstaða og hægt að borða inni.
Um 35 km eru í Ásbyrgi og 24 km til Húsavíkur. Þá eru um 80 km til Mývatns og 100 km. til Akureyrar.

Opnunartími

Opið er 1. mars til 15. nóvember


Verð
Verð 2022

Fullorðnir: 1.500 kr
Næstu nætur: 1.000 kr
Börn, 15 ára og yngri: Frítt
Rafmagn: 900 kr
Þvottavél: 600 kr
Þurrkari: 600 kr


Myndasafn

Í grennd

Húsavík
Húsavík er kaupstaður við innanverðan Skjálfanda að austanverðu. Fiskvinnsla og útgerð hefur verið ein  af stoðum atvinnulífisins ásamt með verslun og…
Keldunes
Keldunes er bæjahverfi í Kelduhverfi, alls sex samtýnis bæir. Þar í nágrenninu eru Keldunesbrunnar, stór   bullaugu við hraunbrúnina. Þarna var þingst…
Kópasker
Kópasker er kauptún við austanverðan Axarfjörð (Öxarfjörð) og eini þéttbýliskjarninn í Öxarfjarðarhreppi. Þarna var löggildur verzlunarstaður um 1880.…
Öxarfjörður
Mynd Kópasker Öxarfjörður eða Axarfjörður er á milli Tjörness og Melrakkasléttu. Flóinn er u.þ.b. 30 km breiður milli  Knarrarbrekkutanga og Kópask…
Þjóðgarðurinn í Jökulsárgljúfrum
Þjóðgarðurinn í Jökulsárgljúfrum var stofnaður árið 1973. Hann nær yfir u.þ.b. 150 km² og 35 km langt   svæði meðfram gljúfrasvæði Jökulsár á Fjöllum …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )