Höfn hefur verið miðstöð verzlunar í Austur-Skaftafellssýslu um langt árabil, eða síðan Ottó Tuliníus flutti verzlun sína frá Papósi. Innan marka staðarins er Ósland sem hefur verið friðlýst sem fólksvangur.
Tjaldsvæðið er við innkeyrsluna inn í bæinn. Margar flatir og pallar. Rúmgott með miklu útsýni til jökla. Góð aðstaða og fjölbreytt þjónusta.