Stutt er til Þingvalla, höfuðborgin á báðar hendur og góðar samgöngur í allar áttir. Á 19. öld var hreppurinn stór og íbúar hlutfallslega margir. Þeir bjuggu á dreifðum býlum frá Elliðaám að Mosfellsheiði. Björn Þorláksson, smiður, kom upp tóvinnslu við Varmá árið 1896 og byggði íbúðarhús, sem er hluti elzta hússins í Mosfellsbæ. Þetta framtak þróaðist í ullar- og klæðaverksmiðju og íbúðahverfi starfsfólks byggðist. Sigurjón Pétursson, forstjóri Álafoss, kom upp aðstöðu til sundkennslu og íþróttaskóla.
Tjaldsvæðið í Mosfellsbæ er vel staðsett í útjaðri höfuðborgarsvæðisins
Tjaldsvæðinu í Mosó lokað um óákveðinn tíma.