Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Golfklúbbur Bakkakots

Bakkakotsvöllur
270 Mosfellsbær
Sími:
9 holur, par 35
gobskalinn@

Stofnfundur golfklúbbsins var haldinn undir berum himni 15. júní 1991. Brú var gerð yfir Köldukvísl og nýtt æfingasvæði tekið í notkun 1999. Trjáræktarvinna hefur verið umtalsverð.

Bakkakot er skilgreindur sem skógarvöllur og er það skýrt markmið stjórnar að leitast við að efla skógrækt á svæðinu.

Markmið næstu tveggja ára er að vinna með núverandi vallarstæði. Leita þarf leiða til að lengja núverandi völl. Til næstu sex ára er það markmið stjórnar að bæta núverandi völl með 1 – 3 nýjum brautum. Þegar þessu er lokið mun Bakkakot vera vel hirtur, áhugaverður 9 holu skógarvöllur.

Einkenni Bakkakotsvallar er fallegt umhverfi, stuttar brautir og mikill trjágróður. Í gegnum tíðina hefur mikið verið gróðursett á svæðinu og er Bakkakotsvöllur í sannkallaðri sveitasælu. Völlurinn er stutt frá ys og þys borgarinnar. Bakkakot er 2.051 metri og 9 holur af gulum teigum eða 4.102 metrar á 18 holum.

Hlíðavöllur
Hlíðavöllur er staðsettur við Leirvog í Mosfellsbæ og er 18 holu keppnisvöllur. Völlurinn liggur við ströndina og er óviðjafnanlegt útsýni bæði til sjávar og fjalla. Hlíðavöllur er 5.412 metrar á gulum teigum og 4.678 metrar á rauðum.

Völlurinn er fjölbreyttur og skemmtilegur með mörgum áskorunum. Eldri hluti Hlíðavallar er tiltölulega stuttur og eru flatir þar oft á tíðum aðeins upphækkaðar. Á nýrri hluta vallarins eru brautirnar talsvert lengri og flatir almennt mjög stórar. Á Hlíðavelli er rástímaskráning og eru rástímar bókaðir á www.golf.is. Athygli er vakin á því að skylda er að skrá sig á rástíma áður en leikur hefst.

Myndasafn

Í grennd

Golf
Golfklúbbar og golfvellir Uppruni golfíþróttarinnar er að mestu hulinn móðu tímans. Rómverjar léku einhvern svipaðan le…
Mosfellsbær
Borgarnes 71 km, Þingvellir 42 km, <Mosfellsbær> Selfoss 57 km, Keflavík 55 km, Grindavík 57 km. Nesvallaleið um Hólmsheiði að Nesjavöllum er u…
Sögustaðir Höfuðborgarsvæðinu
Ýmsir staðir tengdir sögu svæðisins Akurey Alþingishúsið Bessastaðakirkja Bessastaðir – Álftanes …
Veiði Höfuðborgarsvæði
Stangveiði á Höfuðborgarsvæðinu. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn.  Laxveiði Höfuðborgarsvæðinu …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )