Tjaldstæði
Almennt er bannað að tjalda í þéttbýlum, nema á merktum tjaldsvæðum. Flest eru opin frá maí og fram í september. Þó má einnig finna nokkur sem eru opin lengur eða jafnvel allan ársins hring. Oftast er aðstaða ekki aðeins fyrir tjald, heldur einnig fellihýsi, hjólhýsi eða húsbíl. Kosturinn við skipulögð tjaldsvæði er að hreinlætisaðstæður eru yfirleitt góðar.
Þeir sem kjósa annað en skipulögð tjaldsvæði þá er almennt heimilt að tjalda til einnar nætur á óræktuðu landi, ef landeigendur gefa ekki til kynna annað með merkingum á svæðinu. Við ráðleggjum að ferðalangar nýti sér merkt tjaldsvæði. Og ef þeir velja aðrar staðsetningar, þá að gæta vel að náttúrunni og ekki tjalda nærri bæjum án leyfis.