Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Þuríðarbúð

Þuríðarbúð var reist af Stokkseyringafélaginu í Reykjavík árið 1949 til minningar um Þuríði Einarsdóttur, formann, og horfna starfshætti.

Búðin stendur nálægt þeim stað, sem búð hennar stóð. Þuríður formaður var fædd árið 1777, dáin 1863. Hún fór í sinn fyrsta róður ellefu ára gömul á bát föður sins, en 17 ára varð hún háseti upp á fullan hlut hjá bróður sínum. Síðan stundaði hún sjósókn til 1843, þegar hún hætti sjómennsku sökum heilsubrests. Lengstum var hún formaður á sjómennskuferli sínum.

Þuríður þótti góður formaður, útsjónarsöm, varkár en samt áræðin og vinsæl meðal háseta. Einstakt þótti, að kona færi formaður á bát. Hún klæddist karlmannsfötum að jafnaði vegna sjómennskunnar en til þess þurfti leyfi sýslumanns. Á Stokkseyri skiptu sjóbúðir eins og Þuríðarbúð tugum á seinni hluta 19. aldar. Þær voru hlaðnar úr torfi og grjóti. Bálkar voru meðfram veggjum og í þeim sváfu tveir og tveir saman og voru þeir kallaðir lagsmenn. Sjóbúðirnar voru allt í senn, svernskáli, matstofa og dagstofa vermanna.

Þuriðarbúð er opið á öllum timum allt árið

Myndasafn

Í grennd

Baugsstadabúið
Baugur, fóstbróðir Ketils hængs var fyrsta veturinn á Íslandi á Baugsstöðum, sem er núna í   Stokkseyrarhreppi. Skömmu eftir aldamótin 1900 var þar by…
Baugstaðaós – Hróarsholtslækur
Baugstaðaós, Hróarsholtslækur, Volalækur og Bitrulækur er allt sama vatnsfallið. Baugstaðará rennur   Flóann í Árnessýslu og skiptir hreppum. Vestan h…
Eyrarbakki
SJÓMINJASAFNIÐ EYRARBAKKA Í safninu eru munir frá Eyrarbakka, sem minna á sjósókn, iðanað og félags- og menningarsögu síðustu aldar eða svo. Safnið va…
Sögustaðir Suðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Álfaskeið Álftaver Almenningar Alviðra Arnarbæli Áshildarmýri Ásólf…
Stokkseyrarkirkja
Stokkseyrarkirkja er í Eyrarbakkaprestakalli í Árnesprófastsdæmi. Hún var byggð 1886 austan við hið  Stokkseyrarhlað úr timbri og er þjónað frá Eyrar…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )