Strútur var byggður fyrir 26 gesti haustið 2002. Slóðin að honum liggur vestan Mælifells frá Miðvegi/Fjallabaksleið syðri á Mælifelssandi. Áhugaverðar dagsgöngur liggja m.a. í Rauðubotna, að Hólmsárlóni, Strútslaug og Torfajökli. Skálinn er ákjósanlegur áningarstaður þeirra, sem koma gangandi frá Álftavötnum á leið í Hvanngil eða Emstrur eða öfugt.
Sími: 562 1000
GPS staðsetning hnit: 63°50.330´N 18°58.477´W.