Sigöldustöð var byggð í kjölfar fyrstu aflstöðvar Landsvirkjunar, Búrfellsstöðvar. Þegar hún var í byggingu var unnið í kapp við tímann því mikil þörf var orðin á fleiri vatnsaflsvirkjunum til að anna orkuþörf í landinu í kjölfar stóriðjuframkvæmda í Straumsvík og Hvalfirði.
Sigöldustöð er rétt ofan við Hrauneyjafossstöð, sunnan við Þórisvatn. Stöðin var gangsett í byrjun árs 1978. Frárennslisskurður tengir Sigöldu við Hrauneyjafossstöð.