Seyðisfjörður gengur suður úr Djúpinu milli Hestfjarðar og Álftafjarðar. Hlíðar í Seyðisfirði eru brattar gróðurlitlar. Nokkuð gróðurlendi er innst í firðinum og væri þar gott til ræktunar, ef nokkrum kæmi að nytjum.
Nú er öll byggð við fjörðinn eydd. Hinn svonefndi Djúpvegur liggur um Kambsnes milli Álftafjarðar og Seyðisfjarðar en aðeins þarf hér að fara undir vesturhlíðum Seyðisfjarðar, því að fyrir botni hans er lágt eiði og auðveld vegarlagning inn til Hestfjarðar. Fyrir bæði hann og Skötufjörð verður hins vegar að krækja út á yztu nes.