Selvatn er í Mosfellshreppi í Kjósarsýslu Það er 0,37 km², dýpst 40 m og í 131 m hæð yfir sjó. Gudduós, sem er upphaf Elliðaáa, rennur úr því. Aka má um þjóðveg 431 um Miðdal að vatninu, en einnig frá Elliðakoti. Þar er sagður vænn silungur, talsvert af 2-4 punda fiski, en á það til að taka illa aðallega bleikja, en líka slangur af urriða. Smávegis hefur fundist af murtu í vatninu. Sagan segir, að öfuguggar hafi veiðst í Selvatni, en þeirra hefur ekki orðið vart lengi.
Tvö sel eru jafnan sýnd á landakortum við austanvert Selvatn, Litlasel og Stórasel. Litlasel var bústaður fyrrum eiganda Gunnarshólma.
Vegalengdin frá Reykjavík er 20 km.