Seljalandsfoss ferðavísir
Hvolsvollur 21 km < -Seljalandsfoss- > Thorsmork (Basar) 30 km |Skogar 29 km
Seljalandsfoss er u.þ.b. 60 m hár og tiltölulega auðvelt er að ganga allan hringinn í kringum hann, þótt oftast sé sleipt að fara á bak við hann.
Hinn 15. janúar 1967 mældist dagsúrkoman 101 millimetrar í Skógum. Þá urðu miklir vatnavextir í ám og Seljalandsfoss ófríkkaði talsvert, þegar skarð kom í fossbrúnina.
Norðan Seljalandsfoss er eyðibýlið Hamragarðar. Síðasti bóndinn þar, Erlendur Guðjónsson (1890-1969) gaf Skógrækt Rangæinga jörðina árið 1962 og þar hófust framkvæmdir tveimur árum síðar. Það og Rangæingafélagið í Reykjavík keyptu bæjarhúsin og reka þar sumardvalarstað. Norðan bæjar er einhver fallegasti foss landsins, Gljúfurárfoss, í Gljúfurá (Norðurá). Sumir nefna þennan foss Gljúfrabúa, sem er rangnefni.
Er ekki bara best að ferðast og fræðast um Ísland sem er í boði nat.is !!!
Eins og sjá hér að neðan, tengdar færslur er nat.is að reyna að halda jafnframt um gamlar og nýjar heimildir: