Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Seljalandsfoss

Seljalandsfoss
Mynd: Cassie Boca

Seljalandsfoss er u.þ.b. 60 m hár og tiltölulega auðvelt er að ganga allan hringinn í kringum hann, þótt oftast sé sleipt að fara á bak við hann.

Hinn 15. janúar 1967 mældist dagsúrkoman 101 millimetrar í Skógum. Þá urðu miklir vatnavextir í ám og Seljalandsfoss ófríkkaði talsvert, þegar skarð kom í fossbrúnina.

Norðan Seljalandsfoss er eyðibýlið Hamragarðar. Síðasti bóndinn þar, Erlendur Guðjónsson (1890-1969) gaf Skógrækt Rangæinga jörðina árið 1962 og þar hófust framkvæmdir tveimur árum síðar. Það og Rangæingafélagið í Reykjavík keyptu bæjarhúsin og reka þar sumardvalarstað. Norðan bæjar er einhver fallegasti foss landsins, Gljúfurárfoss, í Gljúfurá (Norðurá). Sumir nefna þennan foss Gljúfrabúa, sem er rangnefni.

Myndasafn

Í grennd

Gljúfurárfoss
Gljúfurárfoss er lítill foss norður af Seljalandsfossi. Fossinn er að hluta í hvarfi við klett, en gönguslóði með tré stiga að hluta, gerir göngufólki…
Hæstu fossar í metrum
Hæstu fossar Íslands mældir í metrum. Glymur  190 Hengifoss  128 Háifoss  122 Seljalandsfoss  65 Skógafoss  62 Dettifoss  44 Gu…
Nauthúsagil
Nauthúsagil undir Eyjafjöllum Talið er að Nauthúsagil dragi nafn sitt af því að þar hafi verið upphaflega nauthús frá Stóru-Mörk, en áður fyrr var na…
Skógar
Austustu bæir undir Eyjafjöllum eru Eystri- og Ytri-Skógar. Þar hóf héraðsskóli Rangæinga og Vestur-Skaftfellinga starfsemi 1949. Þar er sundhöll og s…
Undir Eyjafjöllum
Eyjafjöll eru meðal hærri fjalla landsins (1666m) og nafngjafi þeirra er Vestmannaeyjar skammt undan ströndinni. Þessi fjallgarður vestur úr fjallendi…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )