Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Saurbæjarkirkja á Rauðasandi

Saurbæjarkirkja er í Patreksfjarðrprestakalli í Barðastrandarprófastsdæmi. Saurbær er bær og  á Rauðasandi. Katólskar kirkjur voru helgaðar Maríu guðsmóður og Jóhannesi postula. Kirkjan þar er útkirkja frá Sauðlauksdal en var aðalkirkja allt fram á 17. öld. Núverandi kirkja var áður á Reykhólum, þar sem hún var byggð skömmu eftir miðja 19. öld og vígð 1963. Þegar hún var tekin niður, voru viðirnir merktir rækilega, svo að hægt væri að reisa hana að nýju, því að hún þótti merkileg frá byggingarfræðilegu sjónarmiði. Þá var hrörleg bændakirkja í Saurbæ, sem fékk ekki nauðsynlegt viðhald, og fauk loks í fárviðri í janúar 1966. Prédikunarstóllinn stóð einn eftir, þegar veðrinu slotaði. Nokkrum árum síðar var ákveðið að reisa Reykhólakirkju aftur í Saurbæ. Það tókst með með átaki heimamanna og aðstoð Þjóðminjasafns og Húsafriðunarsjóðs.

Endurbyggingin tók nokkur ár og Hörður Ágústsson hafði umsjón með henni. Gunnar Guðmundsson, kirkjusmiður á Skjaldvararfossi á Barðaströnd, vann verkið að mestu. Kirkjan var vígð 5. september 1982. Altaristaflan er gjöf frá Guðrúnu Eggertsdóttur eftir séra Hjalta Þorsteinsson í Vatnsfirði. Hún sýnir Guðrúnu með manni sínum, Birni, krjúpandi sitt hvorum megin við kross Krists.

Séra Páll Björnsson í Selárdal við Arnarfjörð, sem ásótti galdramenn hvað mest, fæddist á Bæ árið 1621.

Myndasafn

Í grennd

Barðaströnd
Barðaströnd er heiti á strandlengju á sunnanverðum Vestfjörðum að Breiðafirði á milli Vatnsfjarðar og Bjarkalundar. Flóki Vilgerðarson nam þar land…
Brjánslækur
Fornt höfuðból, kirkjustaður og löngum prestsetur við mynni Vatnsfjarðar á Barðaströnd. Þar var kirkja   helguð heilögum Gregoríusi í katólskum sið. B…
Rauðisandur
Rauðisandur (eða Rauðasandur) er á milli Látrabjargs og Skorarhlíðar. Hann dregur nafn sitt af hörpudiskssandinum, sem  ljær honum rauðleita litinn. L…
Sjöundá, Rauðasandi
Sjöundá er afskekkt eyðibýli innst á Rauðasandi í heldu ókræsilegu umhverfi. Árið 1802 var þar tvíbýli og Bjarni Bjarnason og Steinunn Sveinsdóttir m…
Vestfirðir, ferðast og fræðast
Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá Reykhólum til Jökulfirða. Þéttbýlis- og merkisstaða innan svæðis er sérstaklega getið að neðan. Vestfirðir eru ti…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )