Reykjavatn er í jaðri Hallmundarhrauns suðaustan Arnarvatnshæða og u.þ.b. 10 km norðan Eiríksjökuls. Það tilheyrir ekki beinlínis Arnarvatnsheiði en er í jaðri hennar. Flatarmál þess er u.þ.b. 1,8 km” og það er í 510 m hæð yfir sjávarmáli. Umhverfi þess er gróðursælt, fjallasýnin fögur og góð bleikju- og urriðaveiði í vatninu. Tærar vatnslindir koma víða upp á yfirborðið við vatnið. Afrennsli vatnsins er Reykjaá, sem fellur til Norðlingafljóts.
Skammt frá vatninu, u.þ.b. 200-300 m frá Franzhelli, er Eyvindarhola. Hún er 1,2-1,7 m djúp í miðjunni og lækkar til hliðanna og 3-5 m í þvermál. Nafngiftin er eignuð Fjalla-Eyvindi og hann er talinn hafa lagað hana til, þannig að erfitt er að greina hana frá yfirborðinu. Hún er utan í lágri bungu og tvö vörðubrot visa veginn að henni. Bezt er að vera á fjórhjóladrifnum bílum til að aka að vatninu.
Vegalengdin frá Reykjavík um Kaldadal er u.þ.b. 160 km og frá Kalmanstungu u.þ.b. 40 km.
Er ekki bara best að ferðast og fræðast um Ísland sem er í boði nat.is !!!
Eins og sjá hér að neðan, tengdar færslur er nat.is að reyna að halda jafnframt um gamlar og nýjar heimildir: