Saga staðarins hófst, þegar jarðhiti uppgötvaðist á fyrri hluta aldarinnar í landi Stóra-Fljóts. Barnaskóli með heimavist var reistur 1928. Um miðja öldina var byggt félagsheimilið Aratunga fyrir Biskupstungnahrepp. Það var nefnt eftir Ara fróða Þorgilsyni. Öll þjónusta fyrir ferðamenn er veitt í Reykholti, enda stöðugur straumur ferðamanna þar um árið um kring, ekki síst vegna fjölda sumarhúsabyggða í Biskupstungum.
Auk þess er stutt til Gullfoss og Geysis og til hins forna biskupsseturs Skálholts. Fyrir utan ofannefnt er að finna frekari fjölbreytta afþreyingu fyrir ferðamenn í og við Reykholt og margir áhugaverðir staðir í nágrenninu. Forvitnilegt er að skoða sig um í gróðurhúsabyggðinni.
Vegalengdin frá Reykjavík er um 95 km.
Hvað er betra enn að Ferðast og Fræðast !!!