Ölvesvatn nyðra er í Skefilstaðahreppi í Skagafjarðarsýslu. Það er 1,4 km², fremur grunnt og í 110 m hæð yfir sjó. Mikið er af fiski í vatninu, bæði urriði og bleikja. Gegnisvatn er 0,35 km2 grunnt og í 110 m hæð yfir sjó. Milli þess og Ölvesvatns eru sýslumörk. Þorgeirsvatn er í Skagahreppi eins og Gegnisvatn. Það er 0,3 km², grunnt og í 110 m hæð yfir sjó. Gönguleið er með lækjum milli vatnanna og þau eru í 7-8 km fjarlægð frá þjóðveginum.
Veiðileyfi gilda í öll framangreind vötn og fjöldi þeirra er ekki takmarkaður. Netaveiði var mikið áður fyrr, en hefur því miður minnkað mikið. Talsvert er af himbrima á vatninu.
Vegalengdin frá Reykjavík er um 370 km um Sauðárkrók, 50 km frá Sauðárkróki og 36 km frá Skagaströnd.