Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Hraun á Skaga

Hraun er bær á Skagatá á Skaga, nyrstur bæja þar. Bærinn stendur við svokallaða Hraunsvík og upp af honum, í Skagaheiði, er Hraunsvatn og önnur vötn, öll góð veiðivötn. Landið er grýtt og hrjóstrugt og ræktarland fremur lítið en jörðinni fylgja ágæt hlunnindi, bæði veiði, æðarvarp og reki.

Á Hrauni hefur verið mönnuð veðurathugunarstöð frá árinu 1942. Þar er einnig viti, Skagatáarviti. Næsti bær við Hraun, Skagafjarðarmegin, hét Þangskáli og fór í eyði árið 1978.

Í júní 2008 kom hvítabjörn sem nefndur hefur verið Hraunsbirnan á land á Hrauni og settist að í æðarvarpinu en var felld þar.

Myndasafn

Í grennd

Bergskáli á Skaga
Á Bergskála bjó refaskyttan Gunnar Einarsson og kenndi sig við Bergskála á Skaga. Hann var fæddur  árið 1901 og andast árið 1959. Lenti í tveimur alva…
Hraunsvatn á Skaga
Þetta er mikill vatnaklasi yzt á norðaustanverðum Skaga í Skefilsstaðahreppi í Skagafjarðarsýslu. Hraunsvatn er 0,5 km² og í 43 m hæð yfir sjó. Kollus…
Skagi
Skagi er milli Húnaflóa og Skagafjarðar, u.þ.b. 50 km langur og 30 km breiður. Nyrzt er Skagaheiði, fremur láglend, en sunnar rísa há fjöll og dalir, …
Vötn á Skaga
Víða um land eru staðir og svæði utan alfaraleiðar, sem fáir hafa heimsótt - ekki nennt að leggja lykkju á sína. Þeir, sem ætla að kynnast landinu sí…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )