Ólafsfjarðarvatn er 2,25 km² og mest 10 m djúpt. Allgóð silungsveiði er í því. Þar er helst sjóbleikja og staðbundinn urriði. Dorgveiði er þar frá febrúar unz ísa leysir. þar fara gjarnan fram dorgveiðimót, enda eru Ólafsfirðingar mjög ötulir dorgveiðimenn.
Í mestu stórstraumsflóðum streymir sjór inn í vatnið, þannig að það er salt við botninn. Þar veiðast fiskar, sem ella lifa í sjó, s.s. marhnútur, koli, þorskur, ufsi og jafnvel síld. Frí stangveiði er í Ólafsfjarðarvatni í boði bæjarfélagsins.
Vegalengdin frá Reykjavík er 410 km um Hvalfjarðargöng og 60 km frá Akureyri.