Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Ófeigsfjörður

Kálfsnes Strandir

Ófeigsfjarðarflói greinist í þrjá firði, Ingólfsfjörð austast, Ófeigsfjörð í miðju og Eyvindarfjörð vestast.

Þessir firðir voru nefndir eftir þremur bræðrum, sonum Herrauðs hvítaskýs í Noregi, sem námu þar land. Ófeigsfjörður var í eyði samkvæmt jarðabókinni 1706 en byggðist fljótlega efti það. Þar kemur fram að selveiði var mikil og reki óþjótandi auðlind. Einnig er minnst á, að vetrarhörkur séu miklar og langt, erfitt og hættulegt sé að sækja kirkju á veturna. Búskapurinn var jafnan stór í sniðum allt fram yfir 1960 og enn þá eru hlunnindi jarðarinnar nýttir á sumrin, þótt bærinn sé kominn í eyði.

Dúntekja er aðallega stunduð í Hrútey undir Hrúteyarnesmúla og líka er safnað úr hreiðrum í kringum bæjarhúsin. Vegna góðrar fjörubeitar var hægt að láta fé ganga úti á veturna. Sjávarfang var alla tíð mikilvægur hluti lífsafkomunnar og hákarlaveiðar voru stundaðar til 1915.

Áttæringurinn Ófeigur, sem er í Byggðasafninu að Reykjum í Hrútafirði, var síðasta hákarlaskip Ófeigsfirðinga. Skipið var notað til viðarflutningar til 1933. Í katólskri tíð var bænhús í Ófeigsfirði. Lítils háttar jarðhiti finnst á tveimur stöðum á jörðinni.

Nú er ágætis tjaldstæði og salernisaðstaða í Ófeigsfirði. Þar hefur eða endar fólk gönguferðir um norðanverðar Strandir. Öllum bílum er fært að Eyri við Ingólfsfjörð og þaðan liggur jeppavegur   fyrir Seljanes í Ófeigsfjörð.
Ófeigsfjarðarheiði.

 

Myndasafn

Í grennd

Eyvindarfjörður
Eyvindarfjörður er einn þriggja fjarða, sem gengur inn úr Ófeigsfjarðarflóa. Austar eru Ófeigsfjörður og  Ingólfsfjörður. Eyvindarfjörður er lítill fj…
Norðurfjörður
Norðurfjörður Ferðavísir Hornbjarg hut  <Ingolfsfjördur 9 km– Norðurfjörður-> Gjögur 16 km Norðurfjörður er vík norðan Trékyllisvíkur með sam…
Sögustaðir Ströndum
Sögustaðir eru fjölmargir á Ströndum, en hér má sjá nokkra þeirra. Árneskirkja Bjarnarfjörður nyrðri Bjarnarfjörður syðri Djúpa…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )