Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Núpsstaður

Núpsstaður er austasti bær í Fljótshverfi, skammt vestan Skeiðarársands. Bændur þar fylgdu   ferðamönnum gjarnan yfir vötnin og sandinn, þegar hann var riðinn. Ofan bæjar er fallegt hamrabelti með alls konar kynjamyndum.

Bænhúsið á Núpsstað er að stofni frá 17. öld og í umsjá þjóðminjavarðar. Það var endurbyggt árið 1972. Hannes Jónsson (1880-1968) póstur og ferða- og vatnagarpur liggur grafinn bak við bænahúsið.

Árið 2006 hóf Þjóðminjasafnið vinnu við varðveizlu muna í gömlu húsunum að Núpstað. Sagt er, að þau verði gerð upp að einhverju leyti.
(Filippus Hannesson bóndi fæddist á Núpsstað 2. desember 1909. Hann varð 100 ára 2009).

Fil­ipp­us Hann­es­son, andaðist á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Klaust­ur­hól­um, 23. maí, 2010 á 101. ald­ursári

Vegalengdin frá Reykjavík er um 370 km.

Myndasafn

Í grennd

Bænhúsið á Núpsstað
Núpsstaður er austasti bær í Fljótshverfi, skammt vestan Skeiðarársands. Bændur þar fylgdu ferðamönnum gjarnan yfir vötnin og sandinn, þegar hann var …
Lómagnúpur
Lómagnúpur er 688 m hátt standberg suður úr Birninum vestan Núpsvatna á Skeiðarársandi. Nokkur  augljós merki um berghlaup sjást við þjóðveginn (1790)…
Torfbæir og torfkirkjur
Nokkrir torfbæir á landinu Íslenski torfbærinn á sér sögu sem einstæð er í heiminum og er ekki rannsökuð til fulls. Torfbærinn er í raun þyrping húsa…
Þjóðgarðurinn í Skaftafelli
Þjóðgarðurinn í Skaftafelli (1967, stækkaður 1984 og stækkaður enn 2004) og nágrenni geymir mestu náttúruperlur Íslands. Íslenskir og erlendir ferðal…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )